Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 78
76
3. Tímalengd krampans innan við 10 mín.
4. Engin neurologisk einkenni, nema mögu-
lega fyrstu mín. eftir krampann.
5. EEG eðlilegt, tekið í fyrsta lagi viku
eftir hitann og krampann, (hiti og
krampar valda hægum bylgjum í u.þ.b.
vikutíma).
Einkenni illvígra hitakrampa
1. Standa í meira en 15 mín.
2. Meira en einn krampi í hitatoppi.
3. Focal neurologisk einkenni.
Greining
Við greiningu á hitakrampa verður að
minnast þess, að hvers konar meiri háttar
krampakasti fylgir mikil áreynsla, sem út
af fyrir sig kann að orsaka einhvern hita.
Getur því einstöku sinnum verið svolítið
óljóst, hvort barnið hefur verið með hita
fyrir krampann eða hvort það fékk hitann
eftir á. Rétt er að gera mænustungu, ef
extracranial hitaorsök er ekki ljós og helst
hjá öllum börnum með sinn fyrsta hita-
krampa innan 1 og Vi árs, ef aðstæður
leyfa, til að útiloka byrjandi meningitis.8
Viral öndunarfærasýkingar og roseola virð-
ast algengasti undanfari hitakrampa. Hita-
krampar eru líklegri til að koma fram í
svefni en vökuástandi.
Meira en 50% hafa jákvæða fjölskyldu-
sögu um hitakrampa. U.þ.b. 50% fá sína
hitakrampa aðeins milli eins og 2ja ára.
Helstu tveir áhættuþættirnir fyrir frekari
hitakrömpum hafa reynst ungur aldur við
upphafskrampann, svo og fjölskyldusaga
um flogaveiki. Hættan á endurteknum hita-
krömpum er fyrst og fremst fram að 3ja
ára aldri, en minnkar þá óðum.
Horfur
Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um
horfur barna með hitakrampa, enda virð-
ast þær háðar ýmsum atriðum. f nýlegri,
athyglisverðri grein,6 skýrðu Karin Nelson
og Jonas Ellenberg frá National Institute
of Health frá prospectivri rannsókn, sem
náði yfir 1706 börn með hitakrampa, fylgt
eftir til 7 ára aldurs. 60% þessara barna
fullnægðu skilyrðum fyrir einföldum hita-
krömpum og 1% þeirra fengu flogaveiki
fyrir 7 ára aldur, sem er helmingi hærri
tíðni en hjá heilbrigðum börnum, sem
aldrei hafa haft hitakrampa.
Væri hins vegar um illvíga eða complex
hitakrampa að ræða, jókst mjög áhættan á
síðari flogaveiki. Einnig varð ljóst, að tvö
önnur atriði skiptu megin máli í því sam-
bandi við framtíðarhorfurnar. Komu því
fram þrír greinilegir áhættuþættir, þ.e.a.s.:
1. Complex upphafshitakrampi.
2. Fjölskyldusaga um krampa án hita.
3. Óeðlileg neurologisk einkenni fyrir
krampa.
Ef um einn áhættuþátt var að ræða,
fengu 2% barnanna síðar flogaveiki. Ef
um tvo eða fleiri áhættuþætti var að ræða,
fengu 10% barnanna flogaveiki.
Þessi vitneskja hlýtur að skipta nokkru
máli, þe?ar farið er að hugsa til fyrirbyggj-
andi meðferðar.
Meðferð
Meðferð hitakrampakasts er óumdeilan-
lega fólgin fyrst og fremst í skjótri líkams-
kælingu og langflestir myndu einnig gefa
krampalyf. Náist barnið í kastinu sjálfu, er
best að gefa Valium, annað hvort i.v., eða
jafnvel rectalt, beint úr ampullu. I.v.
skammtarnir eru 0.3mg/kg/skammt gefið
mjög hægt í æð, óútþynnt, en helst skolað
á eftir með saltvatni. Rectal skammtarnir
eru aðeins hærri, eða 0.5mg/kg, sem þýðir,
að eins árs gömlu 10 kg barni má ffefa allt
að 1 ml þá leiðina. Ekki hafa sést öndunar-
erfiðleikar og verkunin helst lengur rectalt
en i.v. Það hefur sýnt sig, að með rectal-
lausn koma fram krampalægjandi plasma-
gildi innan 4urra mínútna, í mótsetningu
við það, að u.þ.b. % klst. tekur að ná sam-
bærilegum árangri með Valium stílum.8
Vegna lélegrar absorptionar skyldi Valium
aldrei gefið i.m., frekar en Phenytoin.
Sjaldnast er þó komið að barninu fyrr
en eftir krampakastið og hefur þá hingað
til þótt best að gefa inj.Phenemal í vöðva,
5mg/kg, endurtekið eftir 2 klst. Hins veg-
ar hafa sænskir og nýsjálenskir kollegar
sýnt fram á, að hægt er að ná kramnafyrir-
byggjandi serum-styrkleika innan 90 mín.
með Phenemal töflum, en að vísu í bvsna
stórum skömmtum, þ.e.a.s, 12—15mg/kg í