Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 64
62 barnið nýfætt og fylgist með því fyrstu vikurnar, hafi augun opin fyrir þeim ein- kennum, sem bent geta til þess, að hjartastarfsemi barnsins sé ófullnægj- andi. Vert er að leggja áherzlu á það, að mat á hjartastarfsemi ungbarnsins er ekki háð því, að læknirinn sé sérstak- lega fær í hjartahlustun, heldur hinu, að hann geti metið almennt ástand barnsins, fyrst og fremst litarhátt þess, öndunar- starfsemi og almennt atferli, og dregið af því réttar ályktanir. EINKENNI Það er einkum þrennt, sem gefur til kynna að ungbarn hafi meðfæddan hjarta- galla: 1. Blámi (cyanosis). 2. Einkenni um hjartabilun. 3. Óeðlileg hjartahlustun. Blámi: Blámi er alvarlegt einkenni hjá ungbörn- um og krefst umsvifalausrar athugunar. Oft getur verið erfitt að meta litarhátt ungbarna. Ýmsir þættir umhverfisins geta haf áhrif á þetta mat, t.d. litir og lýsing. Bezt er að gera sér grein fyrir litarhætti barnsins í dagsljósi og/eða hvítmáluðu her- bergi. Orsakir bláma hjá nýfæddum börnum geta verið margvíslegar. Blámi getur verið þáttur eðlilegrar aðlögunar barnsins fyrst eftir fæðinguna og er þá einkum bundinn við útlimi. Blámi á vörum, tungu og munn- slímhúð bendir til skertrar súrefnismett- unar slagæðablóðs. Algengustu orsakir eru; sjúkdómar í lungum, hjarta- eða miðtauga- kerfi. Mikilvægt er að reyna að gera sér grein fyrir hvað um er að ræða hverju sinni. Ef barnið hefur lungnasjúkdóm er öndun gjarnan stynjandi og hröð og út- öndun lengd. Stafi bláminn af truflun á starfsemi miðtaugakerfis, liggja gjarnan fyrir upplýsingar um óregluleg fósturhljóð eða erfiða fæðingu. Öndun slíkra barna er oft óregluleg eða periodisk. Börn með cyanotiska hjartagalla anda oft eðlilega í fyrstu, en þeim getur versnað mjög skyndilega með aukinni öndunartíðni og öndunarörðugleikum. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir orsök bláma hjá ung- barni getur súrefnisgjöf gefið mikilvægar upplýsingar. Sú meginregla gildir, að börn með cyanotiska hjartagalla fá ekki betri litarhátt við súrefnisgjöf. Hins vegar er unnt að bæta litarhátt barna með sjúkdóma í lungum og miðtaugakerfi með súrefnis- gjöf. Ástand barna með cyanotiska hjartagalla getur verið lífshættulegt og tekið snöggum breytingum til hins verra. Mörgum þessara barna er unnt að bjarga, ef hjartarannsókn og viðeigandi aðgerðum er beitt án tafar. Hjartabilun Einkenni hjartabilunar hjá ungbörnum eru á ýmsan hátt frábrugðin því, sem sézt hjá eldri börnum og fullorðnum. í sjúkra- sögu kemur gjarnan fram, að barnið þreyt- ist og mæðist á máltíðum. Það sýgur með hvíldum og drekkur ekki það magn, sem hæfilegt má teljast. Það þyngist þar af leiðandi lítið og þrífst illa. Það svitnar óeðlilega mikið, bæði í svefni og vöku. Grátur er oft kraftlítill og barnið óvært. Oft er saga um langvarandi kvefeinkenni og hóstakjöltur og hvínandi útöndun. Við skoðun sézt gjarnan fölgrár húðlitur, húðin er marmoreruð og útlimirnir kaldir. Önd- unartíðni er aukin og það sézt nasavængja- blakt, innöndunarinndrættir og lengd út- öndun. Ástandið getur þannig líkst mjög asthma eða bronchiolitis. Hraður hjartslátt- ur er enn eitt einkenni hjartabilunar. Hjartastækkun finnst við skoðun og við hlustun er I. hjartatónn oft veiklaður. Lifrarstækkun er enn eitt einkenni hjarta- bilunar. Stundum sézt bjúgur á útlimum og kringum augu. Óeðlileg hjartahlustun Hjartahlustun nýfæddra barna er oft vandmetin. Á fyrstu klukkustundum æf- innar getur ductus arteriosus haldist opinn hjá fullfrískum ungbörnum og gefið sig til kynna með óhljóði, sem hverfur eftir nokkrar klst. Ennfremur getur ductusinn haldist opinn hjá ungbörnum og þá fyrst og fremst fyrirburum með ýmsa lungnasjúk- dóma. Ductusinn lokast síðan, þegar lungnasjúkdómurinn batnar. Hjartahlustun er að sjálfsögðu stór þáttur í mati okkar á hjartastarfsemi ungbarnsins. Heyrist hjartaóhljóð, sem ekki hverfur, ber að líta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.