Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 20
18
kjör er folinsýruskortur sjaldgæfur. Ég
minnist einkis tilfellis hér á landi. Helst
mætti búast við að finna slíkt tilfelli meðal
flogaveikra barna, sem taka diphenhydan-
toin, (dilantin), primidone (Mysoline) og
phenobarbital. Þessi lyf virðast trufla frá-
sog folinsýru í þörmum.
Anæmia perniciosa í börnum er afar
sjaldgæf. Þar er um að ræða venjulegu
fullorðinsgerðina eða meðfætt afbrigði, en
skortur á B12 vegna ófullnægjandi fæðu
heyrir til undantekninga.
Anæmia aplastica, af óþekktum uppruna
eða vegna lyfja hefur sést og jafnvel 1 til-
felli af Fanconi’s blóðleysi hefur verið
greint.
Þá má að síðustu nefna hverskonar ill-
kynja sjúkdóma, því að fyrr eða síðar leiða
þeir í sumum tilfellum til blóðleysis líkt
og langvinnir bólgusjúkdómar.
Guðmundur M. Jóhannesson
JÁRNSKORTSANÆMÍA í BÖRNUM
Járnskortur er algengasta tegund nær-
ingarskorts í heiminum og er einkum al-
gengur í ungbörnum. Það er athyglisvert,
að þrátt fyrir miklar framfærir í næringu
ungbarna, sem hafa svo til útrýmt sjúk-
dómum eins og beinkröm og skyrbjúg, hef-
ur ekki tekist að fyrirbyggja járnskort í
börnum og hina hypókróm míkrocytisku
anæmíu, sem af honum leiðir.
Hlutverk járns
1. Mestur hluti járnsins í líkamanum er í
hæmoglobini rauðu blóðkornanna. Járn-
skortur veldur um síðir minnkaðri
hæmoglobin framleiðslu og þar af leið-
andi anæmiu. Anæmia kemur þó ekki
fram fyrr en á síðari stigum járnskorts
þ.e.a.s. eftir að vara-járnbirgðir líkam-
ans eru þrotnar.
2. Ca. 3,5% af járnforða líkamans eru í
myoglobini. Myoglobin geymir súrefni
fyrir þverrákótta vöðva, en lítið er vitað
um áhrif járnskorts á magn myoglobins
í líkamanum.
3. Ca. 2% af járni líkamans finnst í ýmsum
enzymum, m.a. í meira en helmingnum
af enzymum Krebbs hringsins. Járn er
þannig til staðar í öllum frumum. Áður
var álitið að járnskortur ylli ekki
minnkun á enzym-járni fyrr en á loka-
stigi járnskortsanæmiunnar, en rann-
sóknir á síðustu 10—15 árum hafa leitt
í ljós, að enzym-járn getur minnkað
snemma í járnskorti, e.t.v. stundum
áður en sjúklingurinn fær anæmiu.
Þessu til staðfestingar má benda á að
þreyta og lystarleysi hverfa stundum
innan 2ja-3ja sólarhringa eftir að járn-
meðferð er hafin þ.e.a.s. áður en
hæmatologisk svörun sést. Þetta þykir
benda til þess að endurnýjun á enzym-
starfseminni komi á undan leiðréttingu
anæmiunnar.
4. Undir eðlilegum kringumstæðum leitast
líkaminn við að eiga alltaf varajárn-
birgðir, sem hægt er að ganga á, ef þörf
krefur. Járn er geymt í beinmerg og
reticuloendothelial-vef líkamans, eink-
um lifur og milta, bæði sem ferritin og
hæmosiderin. Ferritin er vatnsuppleys-
anlegt og er í stöðugu jafnvægi við se-
járn, og ætíð til reiðu, ef líkaminn þarfn-
ast þess. Hæmosiderin, sem er sennilega
denaturerað ferritin, er óuppleysanlegt
í vatni og ekki alveg eins aðgegnilegt
fyrir þurfandi líkama.
5. Transport-járn (se-járn) gegnir mikil-
vægu hlutverki, þótt það sé minna en
0,1% af heildarjárnbirgðum líkamans.
í serum er járn bundið transferrini, og
getur hvert transferrin-mólekúl bundið
2 járn-atóm, en við eðlilegar aðstæður
er aðeins % af bindisætum transferrins
í notkun. Transferrin flytur járn m.a.
frá reticuloendothelialvefjum, þar sem
niðurbrot r. blk. fer fram, til beinmergs-
ins, þar sem járnið nýtist aftur í hæmo-
globinmyndun nýrra rauðra blóðkorna.