Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 59
57 TAFLA 2. Streptokokka hálsbólga Tilgangur penicillin-meðferðar I. Að koma 1 veg fyrir síðbúna fylgikvilla Gigtsótt (Febris rheumatica) Nýrnabólga (Glomerulonephritis) II. Að koma í veg fyrir shaðbundna útbreiðslu Peritonsillar abscess Retropharyngeal abscess Cervical lymphangitis Cervical lymphadenitis III. Að hindra smit IV. Að minnka sjúkdómseinkenni TAFLA 3. Hálsbólga klinik. I. Alvarleg hálsbólga a) i Hár h.iti b) Roði í koki 90% Streptococca- c) Graftarskánir eða sýking skarlatsóttarútbrot Styðjandi einkenni Stækkaðir, aumir eitlar bjúgur eða punktblæðingar á úfnum eða mjúka gómnum II. Hálsbólga í meðallagi mikil 50% Strepto- Ef 2 einkenni af a), b) og c) coccasýking III. Væg hálsbólga Roði í koki Eðlil. hiti 90% veirusýking Særindi í hálsi Styður veirusýkingu Hósti, hæsi, nefrennsli, conjunct.ivitis EINKENNI Læknar hafa um langan aldur reynt að gera sér grein fyrir því með klinisku mati, hvort barnið, sjúklingurinn hefur háls- bólgu af völdum hemolytiskra strepto- kokka eða veira. Það má fá vissan stuðn- ing í þessu kliniska mati með því að skipta hálsbólgunni í 3 stig eftir því hversu ein- kenni eru mikil, tafla 3. Alvarleg hálsbólga er það, þegar barnið hefur háan hita, roða í koki og graftarskán- ir eða hita, roða í koki og skarlatsóttarút- brot. Þeir, sem þetta mál hafa athugað, telja að um 90% barna eldri en 3 ára með ofangreind einkenni hafi streptokokkasýk- ingu. Venjulegast sést roðinn á undan graft- arskánunum og áður en barnið fer að kvarta um særindi í hálsi. Sjúkdómsmynd- in hjá yngri börnum er oft mjög óákveðin í fyrstu. Sjúkdómurinn byrjar gjarnan með höfuðverk og uppköstum, áður en stað- bundin einkenni hálsbólgunnar sjást. Þann- ig getur verið erfiðleikum bundið að greina kliniskt streptokokka hálsbólgu hjá börn- um yngri en 3 ára, ef barnið er skoðað í upphafi sjúkdómsins. Önnur klinisk ein- kenni, sem styðja greiningu streptokokka- sýkingar í hálsi, eru bjúgur og punktblæð- ingar á mjúka gómnum og úfnum og stækkaðir, aumir eitlar undir kjálkabörð- um. Ef barnið hefur einhver tvö af ofan- greindum þremur höfuðeinkennum háls- bólgu, þ.e. hækkaðan líkamshita, roða í koki og graftarskánir, er hálsbólga sögð vera í meðallagi mikil. Talið er að um það bil 50% slíkra sjúklinga hafi streptokokka- sýkingu og 50% hafi veirusýkingu. Önnur einkenni sem fremur styðja veirusýkingu er hæsi, hósti og nefrennsli. Væg er hálsbólga nefnd þegar sjúklingur finnur til særinda í hálsi, en er hitalaus og skoðun leiðir aðeins í ljós vægan roða í koki, en ekki graftarskánir. Slíkir sjúk- lingar hafa gjarnan jafnframt einkenni um sýkingu í efri öndunarfærum, svo sem hósta, hæsi, nefrennsli og conjunctivitis. Talið er að 90% þeirra sem hafa þessa sjúkdómsmynd hafi veirusýkingu. GREINING Það er ljóst af framansögðu að kliniskt er ekki unnt að fullyrða hver orsök háls- bólgunnar er, þótt fá megi til þess vissan stuðning. Örugg sjúkdómsgreining verður ekki gerð með öðrum ráðum en hálsrækt- un. Hálsstrok er tekið á þann hátt að strok- ið er yfir hálskirtla og kok með dauðhreins- uðum bómullarpinna, sem síðan er settur í vel lokað glas með eða án ætis. Ef ekki eru tök á að sá strax á blóðagarskál má geyma slíkt hálsstrok yfir nótt í þéttum umbúðum, hvort sem er við stofuhita eða í kæli. Niðurstaða ræktunar á að geta leg- ið fyrir 24—48 klst. eftir sáningu. MEÐFERÐ Allir viðstaddir þekkja eflaust af eiffin raun, að það er ýmsum erfiðleikum bundið að gera ambulant rannsóknir á sjúklingum hér á landi svo að vel sé. Að taka háls- strok, koma því rétta boðleið til ræktunar og fá í hendur niðurstöður í tæka tíð er merkilega erfitt í Reykjavík og nánast úti- lokað víða um landsbyggðina. Það eru þó vonir til þess að róðurinn léttist á þessu sviði í framtíðinni. Ef hálsstrok er ekki tekið til ræktunar verður að stvðiast við klinikina. Líta verður svo á að öll börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.