Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 22
20
3. ÓNÓG JÁRNINNTAKA í FÆÐU
Mjólk er mjög járnsnauð næring (inni-
heldur um 0,75 mg per líter) þannig að
flest ungbörn fá lítið járn úr fæðu sinni
fyrr en þau fara að neyta annarra fæðu-
tegunda. Langalgengasta orsök ónógrar
járninntöku í fæði er óhóflegt mjólkur-
þamb, sem alltof margar mæður láta við-
gangast, á kostnað annarra fæðutegunda.
Nú til dags er sá barnamatur, sem á boð-
stólnum er í verzlunum, t.d. kornmeti í
pökkum, járnbættur og sér börnum fyrir
stórum hluta af járnþörf sinni fyrstu mán-
uði æfinnar.
Æskilegt járninnihald fæðu handa börn-
um á 1. ári er 1,5 mg per kg. líkamsþyngd-
ar á dag. Þörfin minnkar í 1 mg per kg.,
þegar það er orðið 18 mánaða.
Eftir það þarf dagleg fæða að innihalda
um 5 mg af járni, þar til kemur fram á
kynþroskaskeiðið, en þá þarf dagskammt-
urinn að innihalda 10—20 mg.
Eftir að barnið fer að neyta almennrar
fæðu, er járninntakan nátengd hitaein-
inga-neyzlunni. Almennt er reiknað með
að járninntakan sé um 6 mg. fyrir hverjar
1000 hitaeiningar.
Járnskortur vegna lélegrar absorbtionar
á járni úr fæðunni er fremur fátíður hjá
bönum. Kemur þó helzt fyrir hjá börnum
með gluten enteropathiu.
4. BLÆÐING
Á síðustu árum hefur mönnum orðið
ljóst að blæðing frá meltingarvegi er nokk-
uð algeng orsök járnskortsanæmiu í börn-
um. Hér er yfirleitt um að ræða ungbörn,
sem drekka meira en 1 líter af kúamjólk
daglega. Hjá þessum börnum finnst blóð í
saur, lækkun á se-proteinum og se-kopar.
Einnig finnast oft mótefni gegn eggjahvítu-
efnum kúamjólkur í serumi þessara barna.
Er því talið að hér sé um ónæmissvörun
að ræða.
Ástæðan fyrir hypoproteinæmiu er tap
á eggjahvítuefnum gegnum slímhúð melt-
ingarfæranna (proteinlosing enteropathy),
en lækkun á se-kopar er tengd tapi á
ceruloplasmini á sama hátt.
Þau eggjahvítuefni í kúamjólkinni, sem
sök eiga á þessu ástandi, eru hita-labil,
enda batnar börnunum, ef mjólkin er soðin
og eins ef þau eru tekin af kúamjólkinni. í
sumum tilfellum virðist börnunum hafa
batnað á járnmeðferð, þrátt fyrir áfram-
haldandi mjólkurdrykkju.
Aðrir sjúkdómar sem geta valdið blæð-
ingu frá meltingarvegi barna eru Meckel’s
diverticulum, colitis ukerosa og Henoch-
Schönlein purpura.
EINKENNI
Þau klimsku einkenni sem oftast verða
til þess að vekja grun um járnskorts-
anæmiu í börnum eru föl húð og slímhúðir,
og endurteknar sýkingar einkum í efri
hluta öndunarfæra. Stundum eru börnin
pirruð, lystarlaus og slöpp.
Miltað er finnanlegt við þreifingu í 10%
tilfella.
Breytingar á munnslímhúð og nöglum,
sem þekktar eru hjá fullorðnum sjást ekki
hjá ungbörnum og sjaldan hjá eldri börn-
um.
Breytingar á mataræði hefur oft verið
tengd járnskorti. Stundum eru sjúkl.
haldnir þrálátri löngun í að éta jafn nær-
ingarsnauð og ólystug efni og leir og stíf-
elsi. Sjúklegt ísát þekkist einnig vel. í
mörgum þessara tilfella hverfur þessi löng-
un eftir að járnmeðferð er hafin.
GREINING
Járnskortsanæmian er hypókróm og
mikrocytisk, þ.e.a.s. rauðu blóðkornin eru
föl (innihalda lítið hæmoglobin) og lítil.
Með nokkurri æfingu er hægt að greina
þessa anæmiu á blóðstroki. Hæmoglobin
og hæmatokrít eru að sjálfsögðu lækkuð.
Microcytosis veldur því að MCV lækkar og
er oftast minna en 70 fl. Hypókrómía veld-
ur því að MCH og MCHC lækka, MCH
verður minna en 27 pg. og MCHC minna
en 30 g/dl. Se-járn lækkar og er oftast
minna en 60 Ug per 100 ml og járnbindi-
geta (transferrin) hækkar og er yfirleitt
um og yfir 450 Ug per 100 ml. Af þessu
leiðir að transferrin-mettun lækkar og
verður minni en 16%. Börn á aldrinum 6
mánaða til 3ja ára hafa yfirleitt ekki sýni-
legar járnbirgðir í merg og því kemur mat
á járnbirgðum ekki að haldi í þessum ald-
ursflokki, þótt þetta sé góð rannsóknarað-
ferð í eldri börnum og fullorðnum.
Ein leið til þess að greina sjúkdóminn er
að kanna svörun anæmiunnar við járnmeð-