Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Page 10

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Page 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 fylgdi glaðningur að gömlum sið. Sótt var brenni- vínsflaska og skálað. Þar var kennarinn einnig og fékk sér hressingu með okkur. Það höfðu ýmsir áhuga á að fá eitthvað af beinunum. Til þess að þau yrðu hvít og snyrtileg voru þau soðin mjög lengi í sterku sótavatni. Friðrik Einarsson fékk neðri kjálkann, Snorri Hallgrímsson þann efri, og ég lokið ofan af höfuðkúpunni. Það stendur enn- þá á borði í íbúðinni minni. Á höfuðskelinni er gómstórt stjörnulaga ör. Prófessor Dungal sagði að það væri nokkuð örugglega eftir sýfilis, sem hún hefði fengið í höfuðið og sennilega valdið geðveiki hennar. Nú er það þannig að þegar slík- um nákvæmum líkskurði (dissection) er lokið verður ákaflega lítið eftir af líkinu annað en bein- in og einhverjar tægjur. Þegar konan var jörðuð varð því að setja eitthvað meira í kistuna, til dæm- is dálítinn sandpoka, svo hún virtist ekki vera hálftóm. Það var mikill kjötsúpueimur þegar verið var að sjóða beinin. Ég hafði því ekki góða lyst á kjötsúpu, sem mamma hafði eitt sinn á borðum um þessar mundir. Hitt líkið sem við krufðum var af karlmanni utan af landi. Á meðan að við vorum að kryfja það barði að dyrum Magnús V. Magnússon, laga- nemi, sem síðar varð sendiherra í Bandaríkjun- unt. Höfuðið af líkinu stóð þá á borðshorninu gegnt dyrunum. Það var af myndarlegum og lag- legum manni með kónganef. Þetta var meira en Magnús þoldi. Það leið yfir hann og hann skall á steingólfið. Við hlupum til og komumst að raun um að hann hafði ekkert skaddast sem betur fór. Níels Dungal prófessor frétti um þennan atburð og varð það til þess að sett var spjald á útihurð líkskurðarhússins. Á því stóð að þar væri öllum bannaður aðgangur nema læknastúdentum. Guðmundur Hannesson lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann var sískrifandi í blöð og tíma- rit um það sem honum þótti miður fara hjá þjóð- inni og elja hans var með ólíkindum. Hann réðst í það einn síns liðs á Akureyri að gefa út fyrsta læknablað á Islandi, skrifaði það með eigin hendi, hektograferaði og sendi öllum kollegum sínum á Norður- og Austurlandi. Eitt af áhugamálum hans var að íslenska nöfn á öllum líffærum. Þessi nöfn vildi hann að við notuðum og hafði gefið út bækling með þýðingum sínum. Þetta mæltist mis- jafnlega fyrir og þótti gera námið erfiðara. Sumir okkar neituðu alveg að læra íslensku nöfnin og meðal þeirra vorum við Gunnar Cortes. Mörg þessi líffæranöfn voru þannig að læknar skildu þau ekki, hvað þá almenningur. Ég man að á prófinu í líffærafræði vildi hann láta mig nota íslensku nöfnin, en ég sagði eins og ég meinti, að mér fyndust þau rugla og tefja námið. Fyrir bragðið fékk ég ekki eins góða einkunn og mér bar. Ég hef aldrei skilið þá áráttu sumra lækna, að vilja nota íslensk nýyrði í stað alþjóðlegra orða, sem notuð eru í þorra erlendra læknarita. Á síðari árum eru allmargir læknar farnir að skrifa í Læknablaðið okkar á slíku máli, að ég og mínir líkar getum illa klórað okkur fram úr því. Kannski er ætlast til að maður sitji með þetta svokallaða íðorðasafn við höndina þegar maður les blaðið. Meðan ég var í fyrsta hluta bættist við annar kennari í lífeðlisfræði og reyndar líffærafræði að hluta, Lárus Einarson. Hann var bráðgáfaður og lærður læknir, fullur vísindaáhuga, sem beindist aðallega að starfsemi heila- og taugafrumna. Þegar hann ræddi starfsemi þessara frumna var áhuginn slíkur að það var eins og hann kæmist í annarlegt ástand og gleymdi bæði stað og stund. Lárus vildi ekki halda áfram kennslu við Háskól- ann nema hann fengi aðstöðu til rannsókna og í því skyni sótti hann um styrk til Alþingis til tækja- kaupa. Jónas frá Hriflu var þá allsráðandi og var haft eftir honum að það þyrfti ekki að hlaða undir Lárus, sem væri sonur Magnúsar dýralæknis, þessa mikla íhaldskurfs. Tíu þúsund krónur væri alveg nógur styrkur handa honum og meira fengi hann ekki. Þessi upphæð dugði að sjálfsögðu ekki og var sama og synjun. Um þessar mundir var auglýst eftir prófessor í líffærafræði við lækna- deild Háskólans í Áfósum og Lárus Einarson sótti um stöðuna og fékk hana árið 1936. Hann varð síðar heimsfrægur vísindamaður. Þar töpuðu Is- lendingar afbragðsmanni. Ég hitti hann síðar í Árósum þegar ég var við framhaldsnám í Dan- mörku. Hann undi þar vel hag sínum og hafði góða aðstöðu til vísindarannsókna. í miðhluta kenndi prófessor Níels Dungal okk- ur sýklafræði og meinafræði. Þá var Rannsókn- astofa Háskólans við Barónsstíg nýrisin. Rann- sóknastofan var á neðri hæðinni, krufningar í kjallaranum, en í suðurenda efri hæðar fór kennslan fram og í norðurendanum var íbúð þar sem prófessorinn bjó. Dungal framkvæmdi sjálfur krufningarnar með aðstoð okkar stúdentanna og Guðmundar Kristjánssonar, sent lengi vann hjá honum. Á þessu tímabili urðurn við Gunnar Cortes, sem lásum saman, fyrir mikilli lífsreynslu. Við vorum eitt sinn á gangi á Laugaveginum og fórum inn á litla veitingastofu í Traðarkotssundi sem hét Aldan. Við fengum okkur Egilspilsner að drekka en við næsta borð sat roskinn maður alskeggjaður sem einnig var að drekka samskonar öl. Honum hefur sjálfsagt ekki þótt það nógu sterkt, því ann- að slagið tók hann upp glas úr vasa sínum og hellti úr því í ölið. Við þóttumst vita að það mundi vera

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.