Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Qupperneq 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 25 rid. Hún var þó norsk í móðurætt en fædd og uppalin á íslandi, urðu þau hjónin fljótlega góðir vinir okkar. Hann er nú löngu dáinn. Einn af vinum þeirra var tauga- og geðlæknir, Karl Georg Fuhrman að nafni. Hann var hálfgerður furðu- fugl, einhleypur en átti svartan kött og tók á móti sjúklingum sínum í stóru viðhafnarstofunni heima hjá sér. Par var lækningastofan hans og þegar hann tók á móti konum þá lét hann þær ganga um allsnaktar á meðan hann ræddi við þær um sjúk- dóminn. Pá settist hann stundum við flygilinn og lék lag, en kisa sem labbaði á syllunni uppi undir lofti átti það þá til að stökkva skyndilega niður á hljóðfærið svo allir hrukku í kút. Hann var undra- læknir hann Karl Georg. Eitt sinn buðum við hjónin honum til kvöldverðar og gáfum honum fisk að borða, sem var uppáhaldsmatur hans. Hann fékk glas af víni fyrir matinn og öl með matnum að eigin ósk. A meðan hann snæddi var honum starsýnt á málverk á veggnum af nakinni stúlku eftir Gunnlaug Blöndal og áður en hann kvaddi kastaði hann fram þessari vísu: Kvinden pá væggen, fisken pá fadet, begge jeg elsked’, ingen jeg hadet. Vinen gav ánden, öllet gav kraften. god nat og tak for i aften. Karl Georg var einnig alltíður gestur hjá Folm- er. Við höfðum öll gaman af honum því hann var mjög sérkennilegur og sagði jafnan það sem hon- um datt í hug hvemig sem á stóð. Honum var eins og flestum öðrum meinilla við þýsku hermennina og til þess að stríða þeim sagði hann oft á þýsku þegar einhverjir þeirra voru nærstaddir að hann væri mikill kommúnisti. Kvöld eitt vorum við Folmer í heimsókn hjá honum, kvöddum hann um klukkan 11 og fórum svo beint heim til okkar. Daginn eftir frétti ég að stuttu eftir að við kvödd- um hefði þýska lögreglan ruðst inn og tekið hann fastan sem kommúnista og sent hann í fangabúðir í Pýskalandi rétt sunnan dönsku landamæranna. Þar dvaldi hann í eitt ár og var gjörbreyttur maður og nær óþekkjanlegur þegar hann kom til baka alskeggjaður. Ef við Folmer hefðum verið heima hjá honum þegar Gestapomennirnir komu þang- að er sennilegt að þeir hefðu tekið okkur líka. I boðum hjá Folmer og frú kynntumst við með- al annars yfirdýralækninum í Fredericia, kátum og skemmtilegum manni, Hans að nafni en kall- aður Hansemann. Honum buðum við stundum heim ásamt fleiri kunningjum. Pegar hann kom til Kolding í veislu ferðaðist hann jafnan á mótor- hjóli og hafði með sér eitthvert góðgæti svo sem svína- eða nautalundir og ævinlega spírabrúsa. Gestir hjá Erlingi: Karl Georg Fuhrman lœknir í miðju og við hlið hans situr Hansemann. Petta kom sér vel að fá því um þessar mundir var erfitt að ná í slíkt. Eg var fljótur að sjá til hans þegar hann nálgaðist og hellti þá strax í glösin svo að við gætum skálað við hann um leið og hann kæmi inn. Ógnað með riffli Hans bauð okkur Folmer ásamt eiginkonum eitt sinn til veislu heim til sín í Fredericia. Hann var einbúi því að kona hans af gyðingaættum hafði flúið til Svíþjóðar undan nasistunum. Hann bað okkur afsökunar á að hann gæti ekki gefið okkur að borða heima hjá sér eins og ástatt væri en hann hefði pantað mat á veitingahúsi í ná- grenninu og þangað gengum við. Eftir að hafa fengið þar mjög góðar veitingar héldum við heim- leiðis. En nú var orðið dimmt, allt myrkvað vegna stríðsins og hvergi ljós að sjá. En Hans hafði meðferðis stórt vasaljós og lýsti öðru hvoru fram á veginn. Eg gekk við hliðina á honum en Folmer og konur okkar góðan spöl á undan. Allt í einu hittir geislinn frá vasaljósinu þrjá einkennisbúna þýska hermenn sem koma á móti okkur á sömu gangstétt. Sá sem fremstur gengur heldur á riffli, skekur hann til og æpir. Skyndilega hleypur hann á móti okkur með riffilinn á lofti. Hermennirnir urðu illir af því að lýst var á þá. Hans brá á það ráð að beygja sig niður, skjótast inn í runna rétt við veginn og láta sig hverfa. Þarna var ég einn eftir andspænis riffilmanninum sem miðaði á mig og hrópaði í sífellu: „Die teufels Danen“, helvítis Danirnir. Hann var sýnilega mjög drukkinn. Nú voru góð ráð dýr. Skyndilega datt mér í hug að hlaupa á hann og slá örmum um háls honum. Þetta gerði ég eldsnöggt og nú gat hann ekki skotið á mig með þessari löngu byssu. Hann hélt

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.