Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 41 Þing norrænna eyrnalækna í fyrsta sinn á íslandi Ég sótti XVlll. þing norrænna eyrnalækna í Gautaborg í Svíþjóð árið 1972, í lok júní, og var að venju í sambandi við það fundur í Norræna hne- læknaráðinu, Nordisk oto-laryngologisk rád. Þar áttum við Stefán Skaftason yfirlæknir sæti fyrir hönd Félags íslenskra eyrnalækna. Dr. Ole Bent- zen átti þar einnig sæti fyrir hönd Danska eyrna- læknafélagsins og á þessum fundi hélt hann ræðu og bar fram þá tillögu að næsta norræna eyrna- læknaþingið yrði haldið á íslandi árið 1975. Tillag- an mætti nokkurri andstöðu. Meðal annars tók sænskur prófessor, Herman Diamant, til máls og dró mjög í efa að hinir fátæku ungu sænsku eyrna- læknar hefðu ráð á að fara til íslands til að sækja þingið! Dr. Bentzen talaði aftur af miklum móð og fór svo að lokum að tillaga hans var samþykkt. Einnig stakk hann upp á að ég yrði forseti þings- ins, Stefán Skaftason varaforseti, Daníel Guðna- son ritari og Stefán Ólafsson gjaldkeri. Sjálfur bauðst hann til að verða aðalritari. Allt var þetta samþykkt. Það var ómetanlegt að fá dr. Bentzen í lið með okkur því hann var frábær skipuleggjandi, harð- duglegur og ráðagóður. Ekki veitti af því undir- búningurinn var gífurlega mikið verk. í byrjun stjórnaði hann frá Árósurn, en þegar þingtíminn nálgaðist kom hann hingað og bjó hér þar til yfir lauk. Þingið var haldið á Hótel Loftleiðum og þar bjó Bentzen og þorri erlendra gesta einnig. Þátt- takendur voru tiltölulega margir einkum þegar þess er gætt að margir hættu við að koma frá hinum Norðurlöndunum af ótta við yfirvofandi verkfall hér, en úr því varð þó ekki sem betur fór. Erlendir þátttakendur að mökum meðtöldum voru 237, fæstir frá Finnlandi aðeins 14, en flestir frá Svíþjóð 83, frá Noregi 73, Danmörku 67 og íslandi 16 eða 253 alls. Setningarathöfnin fór fram í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 26. júní fyrir hádegi. Eftir að ég hafði boðið gesti velkomna með stuttri ræðu fluttu þeir Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra og Birgir ísleifur Gunnarsson borparstjóri ávörp. Að því loknu var sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsen frá gosinu í Vestmannaeyjum árið 1973. Samkomunni lauk með myndatöku af öllum við- stöddum á sviði leikhússins. Eftir hádegið hófst þingið í ráðstefnusölum Hótels Loftleiða og var því fram haldið næstu tvo daga. Þar var fluttur fjöldi fróðlegra og góðra erinda í sérgrein okkar og umræður fjörugar. Að kvöldi föstudags var stórfenglegt hátíðarborðhald með tilheyrandi ræðum og hljóðfæraslætti. Laugardaginn 28. júní síðdegis fóru fram þingslit. Næsta dag var farin hópferð að Gullfossi og Geysi í blíðviðri og að lokum sátu þátttakendur veislu að Laugarvatni áður en haldið var aftur til Reykjavíkur. Lokaorð Árið 1978 fékk ég Einar Sindrason sem starfsfé- laga á lækningastofu mína. Hann var þá nýkom- inn frá Danmörku þar sem hann hafði verið í framhaldsnámi í sérgreininni og lokið námi í heyrnarfræði hjá dr. Ole Bentzen í Árósum. Jafn- hliða starfinu á stofunni vann hann með mér á Heyrnar- og talmeinastöð Islands, eins og ég hef drepið á áður. Við skiptum með okkur viðtalstím- unum á stofunni svo að við unnum þar sjaldan samtímis. Þó aðstoðuðum við alloft hvor annan við aðgerðir og var það mjög ánægjulegt samstarf. Einar starfaði á lækningastofu minni í 10 ár. Kon- ráð S. Konráðsson sérfræðingur í sömu grein vann með okkur á stofunni frá 1986 eða í tvö ár. Hann starfaði einnig á Heyrnar- og talmeinastöð- inni. Þeir fluttu báðir burt af stofunni minni í október 1988 og settu á stofn lækningastofu ásamt tveimur öðrum læknum annarstaðar í borginni. Þegar þessir ágætu starfsbræður mínir höfðu yfirgefið mig fór ég að hugsa um hvort ekki væri kominn tími til að leggja upp laupana. Hálfu ári síðar seldi ég húsnæðið að Miklubraut 50 og flutti þaðan með mitt dót eftir að hafa rekið þar lækn- ingastofu í 35 ár. Þá var ég raunar staðráðinn í að hætta alveg læknisstörfum, en Einar Sindrason hafði margboðið mér aðstöðu á stofu hjá sér ef ég vildi líta á einhverja sjúklinga. Haustið 1989 settu hann og Friðrik Páll Jónsson, sérfræðingur í sömu grein, upp lækningastofu í Uppsölum í Kringlunni og það varð úr að ég þáði boðið enda ekki langt að fara. Allmargir af mínum gömlu sjúklingum höfðu haft samband við mig og óskað eftir að ég liti eftir þeim og þarna fékk ég aðstöðu til þess. Oft eru líka einhverjir nýir sjúklingar sem hafa samband við mig, svo að ég hef nóg að gera. Ég hef aðeins haft viðtalstíma hálfan dag í viku og hef enn þegar þetta er ritað.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.