Kjarninn - 29.08.2013, Side 35

Kjarninn - 29.08.2013, Side 35
Rafmagnað ævintýri Tesla Bílar Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is F yrsta útgáfan af Tesla Model S rafmagnsbílnum, sem vakið hefur mikla athygli alþjóðlega að undanförnu, kom til landsins um síðustu helgi. Tólf bílar hafa þegar verið seldir hér á landi, en verðmiðinn er frá 12 milljónum króna. Það er Even hf. sem flytur bílana inn. Tesla-fyrirtækið var stofnað árið 2003 og unnu þá verk- fræðingar að því að búa til rafmagnsbíl sem hefði alla eigin- leika venjulegs bíls sem gengi fyrir olíu, og helst gott betur. Tæpum fimm árum síðar kom Tesla Roadster á markað og strax í kynningum var honum vel tekið. Þrátt fyrir við- sjárverða tíma á mörkuðum þegar bíllinn var kynntur, og ekki síst í bíla iðnaðinum í Bandaríkjunum, byggðist upp mikill spenna meðal fjárfesta. Var þarna loksins kominn trú verðugur rafmagns bíll fyrir venjulegt fólk? Viðbrögð fagtímarita í bílaiðnaði voru nær öll á eina leið; já. Tesla gæti verið bíllinn sem breytir bílaiðnaðinum varanlega. Hefur styrkst verulega Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrsti bíllinn kom fram. Mikil eftirspurn hefur verið eftir bílnum um allan heim en Elon Musk, forstjóri, stjórnarformaður og stofnandi Tesla, hefur lagt á það áherslu í viðtölum að fyrirtækið þurfi ekki að flýta sér. Bílarnir séu það góðir að enginn þurfi að óttast að þetta sé rafmagnsbíll sem ekki geti keppt við aðra bíla. Undanfarin misseri hefur Tesla styrkt stöðu sína verulega á bílamarkaði, ekki síst vegna góðra dóma í fag tímaritum og á bílasýningum. Þannig var Tesla Model S kjörinn bíll ársins fyrr á þessu ári hjá Motor Trend og í Consumer Report var talað um bílinn sem einfaldlega þann besta sem völ væri á. Allt hefur þetta ýtt undir væntingar um að Tesla-bílarnir muni hafa mikil áhrif og ýta við risunum í bílaiðnaði þegar kemur að því að framleiða rafmagnsbíla. Enginn er enn kominn fram með eins spennandi rafmagnsbíl á markað og ljóst er að Tesla er með þó nokkuð forskot. Tesla Motors hefur þegar gert samninga um vélbúnað og rafhlöðutækni við stóra bílaframleiðendur, meðal annars Mercedes-Benz og Toyota, sem bæði eru meðal hluthafa í Tesla.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.