Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 16

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 16
04/05 kjarninn fJöLMiðLaR höfund eða vísindamanninn voru líklegri til að efast um kosti tækninnar. Ritstjórn Aftenposten segir að nafnleysið hafi ýtt undir öfgar í umræðukerfinu, sem hafi meðal annars haft það í för með sér að ákveðnir hópar taki ekki þátt í umræðunni. Sem dæmi nefnir hún ungt fólk, konur, sérfræðinga og innflytjendur. Þeir sem noti hvað ljótustu orðin í skjóli mál- frelsis séu líka yfirleitt þeir sem mótmæli hæst þegar rætt sé um að ritskoða ummælin. Málfrelsi þeirra takmarki þannig í raun málfrelsi annarra. af hverju ekki bara að loka þessu? Þegar rætt er um ummælakerfi á Íslandi heyrist oft að betra sé bara að loka þeim. Þau leiði aldrei til málefnalegrar um- ræðu heldur skítkasts, leiðinda og jafnvel meiðyrða. Öfga- full umræða er hins vegar engin regla. Við hegðum okkur ekki á sama hátt á knattspyrnuleik og í kirkju. Skrifaðar og óskrifaðar reglur hafa myndast í áranna rás sem hópurinn fer í flestum tilfellum eftir. Netið er hins vegar nýtt og því ekki nema von að reglurnar séu óskýrar og að mörkin séu ekki til staðar. Eitt besta dæmið um þetta misræmi er uppákoma sem varð á íbúafundi í Grafarvogi í janúar. Jón Gnarr borgar- stjóri var ósáttur við orð sem féllu á fundinum og lýsti þeim sem einelti og ofbeldi í sinn garð. Einn fundargesta kallaði borgarfulltrúana hyski, sem varð til þess að hann hlaut mikla gagnrýni og baðst opinberlega afsökunar í fréttum RÚV. Í ummælum við fréttir af þessum fundi mátti hins vegar lesa mun ljótari orð um menn. Enginn taldi ástæðu til að biðjast afsökunar á þeim. Það gilda einfaldlega aðrar reglur í sam- skiptum utan netsins en á því, þótt það þurfi ekki að vera þannig til frambúðar. lýðræðið varð ekki til á einum degi Þegar rætt er um lýðræði og áhrif almennings gleymist oft að það er meira en bara kosningar og þjóðaratkvæðagreiðsl- ur. Lýðræði snýst líka um það samfélag sem við búum í, „Við hegðum okkur ekki á sama hátt á knattspyrnuleik og í kirkju. Skrifaðar og óskrifaðar reglur hafa myndast í áranna rás sem hópurinn fer í flestum tilfellum eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.