Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 42

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 42
06/08 kjarninn ViðTaL unnin án þess að nokkuð gerist. Það eru innbyggðir alls konar flöskuhálsar sem menn nýta sér. Og svo er samið um málin í bakherbergjum. Allri vinnu nefndar sem hefur unnið að ein- hverju mjög lengi og ítarlega er kannski ýtt frá þegar nokkrir menn fara inn í bakherbergi og ákveða hvað fái að fara í gegn og hvað ekki. Þá er vinnunni rústað. Þetta er ekki lýðræðislegt.“ Að mati Margrétar eiga Íslendingar langt í land með að ná þeim stjórnmálalega þroska sem nauðsynlegur er alvöru sjálf- stæðu lýðræðisríki. „Mér finnst oft eins og Ísland sé unglingur. Annaðhvort er allt æðislegt eða ömurlegt. Við erum svo ör í öllu. Ég held að það sé vegna þess að við vorum nýlenda. Það er svo stutt síðan við urðum sjálfstæð þjóð og við högum okkur eins og frekir krakkar. Við höfum fengið alls konar aðstoð: Marshall-aðstoð, herinn, álver, IPA-styrki og ýmislegt annað. En alltaf þegar eitthvað bjátar á viljum við að einhver annar reddi okkur út úr vandræðunum. Í hruninu átti að það vera Evrópu- sambandið. En þetta er ekki alveg þroskaður hugsunar háttur. Við erum alltaf að leita að einhverju „fixi“. En ég held að það sé gerjun. Við erum að fullorðnast sem þjóð.“ ætlar ekki sjálf fram Þrátt fyrir að Dögun hafi ekki haft erindi sem erfiði í síðustu alþingiskosningum starfar félagsskapurinn ennþá. Auka- aðalfundur Dögunar sem haldin var í haust tók meðal annars þá ákvörðun að taka, með einhverjum hætti þátt í sveitarstjórnar kosningunum í vor. Margrét segir það þó ekki þýða að framboðið verði með sjálfstæða lista í öllum MArgrét tryggvAdÓttIr uM ríkIsstJÓrnInA „Þessi ríkisstjórn er ekki kosin með miklum meirihluta. Það duttu um tólf prósent atkvæða niður dauð. Hún hefur hins vegar sterkan þing- meirihluta en hvernig hann nýtist henni á eftir að koma í ljós. Þarna er fólk sem er nánast slembi- valið. Ég hef alltaf viljað gefa fólki séns. Það eru nokkrir sem ég þekki innan stjórnarliðsins og veit að eru vandað og gott fólk. Ég veit að það er að vanda sig. Svo eru aðrir sem ég hef minna álit á. Það er ekkert vegna þess að það sé endilega vont fólk, heldur vegna þess að það er komið „way over their heads“. Ég held að það séu sumir þarna í verk efnum sem þeir ráða ekkert við. Og sumum er ég bara einlæglega ósammála. En það er ekkert endilega vanhæft fólk. En það eru nokkrir þarna sem undir venjulegum kringumstæðum ættu ekki að vera ráðherrar. Ég vil hins vegar ekki nefna þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.