Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 34
05/07 kjarninn HEiLBRiGðiSMÁL
heilsugæslan
Landlæknisembættið hefur sömuleiðis greinargóðar upp-
lýsingar um komufjölda í heilsugæslunni á landinu. Árið
2012 voru skráðar 1.247 þúsund komur á heilsugæslustöðvar
landsins auk 1.120 þúsund símtala eða annarra samskipta
við skjólstæðinga. Heildarkostnaður við heilsugæsluna var á
árinu 2012 20 milljarðar króna samkvæmt fjárlögum.
Sé heildarútgjöldum til heilsugæslunnar samkvæmt
fjárlögum einfaldlega deilt með fjölda viðtala samkvæmt
ofangreindu fæst kostnaðurinn 8.450 krónur á hvert við-
tal í heilsugæslunni. Þetta er auðvitað með nokkurri ein-
földun, þar sem hluti heilsugæslustarfa reiknast í raun sem
forvarnastarf, og hér er heldur ekki tekið komugjald (al-
mennt komugjald er 1.000 krónur).
Með því að setja ofangreindar fjárhæðir upp í töflu eða
mynd má sjá hversu hratt kostnaður við úrræðin eykst eftir
því sem ofar dregur í heilbrigðiskerfinu.
Forvarnir
Næst skal reynt að festa hendur á heildarútgjöldum hins
opinbera til forvarna. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu
hagmála og fjárlaga hjá velferðarráðuneytinu var kostnaður
vegna forvarna síðast tekinn saman vegna ársins 2008, þegar
hann var 4,14 milljarðar króna. Þar af voru bein framlög 853
milljónir króna en afgangurinn að mestu ákveðið reiknað hlut-
fall (20,2%, SHA Guidelines) af útgjöldum til heilsugæslunnar,
sem miðað er við að geti talist til forvarnahluta starfseminnar.
Hagstofan sundurgreinir einnig útgjöld til heilbrigðis-
mála, og þar á bæ reiknast mönnum svo til að til forvarna
hafi runnið 763 milljónir króna árið 2009 en farið jafnt og
þétt lækkandi niður í 520 milljónir króna á árinu 2012.
Sé miðað við tölur Hagstofunnar fyrir 2012 námu bein
útgjöld hins opinbera til forvarna um 1.560 krónum á lands-
mann á ári. Við þetta bætist hin reiknaða viðmiðun um að
20,2% af kostnaði við starfsemi heilsugæslunnar í landinu
megi reikna sem forvarnir, eða 12.625 krónur á mann á ári.
Engu að síður er ljóst að tiltölulega lág fjárhæð fer til