Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 57

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 57
meiri bók, meiri bók, meiri bók 01/01 kjarninn BæKUR ú rvalið er rosalegt. Stjörnunum rignir. Örvæntingin magnast. Auglýsingarnar tína allt til sem sagt hefur verið jákvætt um hverja bók. Í jafnvel neikvæðustu dómum finnast setninga brot sem hægt er að slá upp. Hér bæti ég nokkrum sprekum á álitsbálköstinn. Vonandi einhverjum til gagns og fleirum til gamans. Verð brjálaður ef enginn vitnar í mig á endasprettinum. Munið samt: Það eru fleiri bækur á borðinu. Munið líka: Þær verða líka allar til í janúar. Og á bókasafninu. 1983 Eiríkur Guðmundsson Bjartur Þeir sem hafa heyrt Eirík flytja hug- flæðispistla sína á Rás 1 eru ágætlega búnir undir skrúðmikinn og krefjandi frásagnarmáta hans hér, þótt vel megi ímynda sér að hann hafi fælingaráhrif á einhverja. Það er næsta óhjákvæmi- legur fylgifiskur svona stílsmáta að stundum fær maður nóg af tyrfninni og endurtekningunum, veit ekki hvert er verið að fara með mann. Ég mæli með að lesendur haldi áfram allt til enda hvað sem á dynur. Þeir sem eru (eins og ég) jafn- aldrar höfundar og aldir upp í sjáv- arþorpi munu njóta þess að spegla sig og eigin uppvöxt í orðaflaumnum sem þrátt fyrir ólíkindalæti sín dregur upp trúverðuga og áleitna mynd af stað og stund, af fólki á jaðri þorpsins og fullorðinsáranna. Tónlist, bíómyndir og vörumerki tímabilsins eru skemmtilega notuð sem hælar til að skorða hugarflugsloftbelginn við raunveruleikann. Mitt persónulega uppáhald: goðsögulegur status Radíó- búðarinnar við Skipholt. tIL (brottfluttra) dreifbýlismanna á miðjum aldri. allra sem njóta glímunnar við krefjandi texta. Hlífið bókmenntalegum makindamönnum við henni. hann Börkur Gunnarsson Almenna bókafélagið Það er ótrúlegt að sjá hvað aldur, ritþroski og „rétt“ form getur gert. Hér hefur Börkur Gunnarsson tekið hæfilega vel lukkaðan og ákaflega ungæðislegan einþáttung sem hann skrifaði fyrir Stúdentaleikhúsið fyrir 16 árum og umskapað hann í verulega vel formaða og snjalla nóvellu. Sterk Svövu Jakobsdótturáhrif einkenna bæði stíl en þó sérstaklega söguna sjálfa. En þó að breyttum breytanda þar sem harðmótuð kynhlutverk KaRLMannSinS leiða til grimmrar glötunar aðalpersónunnar, en á fullkomlega rökréttan hátt í samhengi samfélagsins og viðtekins siðferðis. formið er einkar sterkt hjá Berki, stíllinn er látlaus og blátt áfram og myndar spennandi mótvægi við gróteskt söguefnið. Eins og ég sagði: smá Svava. tIL Svarthúmorsfólks af báðum kynjum. Ef jólabókin á að endast til jóladagsmorguns þarf samt önnur að fylgja með. heimsendir fylgir þér alla ævi Eva Rún Snorradóttir Bjartur Það er greinilega eitthvað ljóðrænt og þunglyndislegt við blokkir sem kveikir á skáldum. Kannski þessi blanda af nánd og einangrun, hvað hægt er að burðast með mikil leyndarmál í aðeins veggjarþykktarfjarlægð frá næsta manni. Þessari tilfinningu miðlar Eva Rún með heitri hófstillingu í einföldum en sterkum og áleitnum ljóðum sínum. Mörg þeirra fjalla sérstaklega um blokkarlíf barna og ungmenna og það eru beittustu ljóðin. Tökum dæmi: Kvöldbæn unglingsstúlku við sjoppuþyrpingu Góði guð geturðu snöggvast látið foreldravaktina birtast í kraftgöllunum lyfta mér upp og reiðileg andlitin lyfta mér öskrandi á brott. tIL nágranna sinna og annarra unnenda nútímaljóða. Tradisjónalistar og neftóbaksmenn verða sennilega ánægðari með Bjarka Karlsson. hemmi Gunn – sonur þjóðar Orri Páll Ormarsson Sena Það er snúið að skrifa um hvernig þessi bók er án þess að láta það fyrst og fremst snúast um hvernig maður Hermann var, svo mjög sem hann „kemur upp um sig“ í tilraun sinni til að skauta létt yfir glóruleysi sitt án þess beinlínis að þegja yfir því. Reynum samt. Þetta er að mestu leyti alveg týpísk yfirborðskennd „celeb“ sjálfsævisaga þar sem sögu- efnið fær nokkuð frítt spil, að sjálf- sögðu með það yfirlýsta (en marg- svikna) markmið að „draga ekkert undan“ (hefur einhver nokkurntímann sagst ætla að segja ekki allt í svona bók?). Tilfinning fyrir návist skrásetj- arans og afstöðu hans hefði bætt bókina. Það hefði líka hjálpað að láta tímaröðina stýra efnistökunum meira. Það er alveg fáránlegt að börnin fæðist ekki þar í sögunni sem þau gerðu, að við fáum aðdragandann að fyrstu meðferðinni á tveimur stöðum í gerólíku samhengi og að drykkju- skapur föðurins (og móðurinnar) sé ekki opinberaður fyrr en seint og um síðir, eftir að allt sem hann gæti skýrt er löngu komið á blað. tIL Ég átta mig ekki á hver ætti að vera ánægður með þessa bók. Þeir sem vildu helst hafa helgimyndina af Hemma óskemmda eru að vonum brjálaðir. Þeir sem vilja fyrir alla muni sannleikann fá hann sannanlega ekki (nema sem grunsemdir). Þeim sem er nokk sama býðst óskýr og grunnskreið innsýn inn í æviferil og sálarlíf frægs drykkjusjúklings. klefi nr. 6 Rosa Liksom/Sigurður Karlsson Uppheimar Hef haft áhuga á Rosu Liksom síðan frábær smásaga eftir hana birtist í Jóni á Bægisá, tímariti þýðenda, fyrir mörgum árum. Dásamlega kald- hömruð og gríðarlega finnsk rödd. Hér er hún komin aftur á kjarnmikilli íslensku Sigurðar Karlssonar með dystópíska lýsingu á ferðalagi tveggja gríðarólíkra einstaklinga um Sovét- ríkin á síðustu metrum þess veldis. Þetta er mergjaður skáldskap- ur, alltaf á mörkum þess að vera trúanlegur, svo svaðalegar eru lýsingarnar á umhverfi og mannlífi í iðnaðar borgum Síberíu og samskipt- um finnsku námsmeyjarinnar við fordrukkna rustamennið sem deilir með henni klefa í lestinni frægu. Mér fellur vel hvað þeir sem lýsa þessum heimshluta staldra við matinn. Hér eru plássfrekar lýsingar á nesti og aðföngum ferðafélaganna, sem vekja upp minningar í nefi og munni okkar sem höfum drepið niður fæti austur þar. Klefi nr. 6 er flott og ágeng bók, sem fjarar svolítið sérkennilega út í blálokin. tIL Rússófíla, bæði gamalla stalínista og hannesískra hatursmanna. Ekki til klígjugjarnra samt. manga með svartan vanga Ómar Ragnarsson Iðunn Hér er aukin útgáfa tuttugu ára gamallar endurminningabókar ómars um sveitasumur hans í Langadalnum í æsku. Einkum og sér í lagi þó um nokkrar furðulegar konur sem búa þar á bænum og flakka um sveitina, og þá helst titilpersónuna. ómar hefur löngum verið heill- aður af einförum og sérvitringum og hér fáum við rótina að þeirri ástríðu. Lýsingar hans á sveitalífinu, konunum og þó ekki síst sjálfum sér og þeim þroska sem hann tekur út af dvöl sinni þarna og samneyti við kynjakvistina er uppistaða bókarinnar og mjög vel heppnuð. öllu síðri er tilraun hans til að lýsa í smásöguformi rótinni að þrauta- göngu hinnar stórmerku Möngu gegnum lífið. Þar missir ómar stjórn á tilfinningaseminni og nær því ekki tilætluðum áhrifum, allavega ekki á hrúðurkarlinn sem þetta skrifar. Eins þykir mér eldræða hans í bókarlok um hlutskipti fátæks fólks á fyrri tíð litlu bæta við, þó að allt sé þar örugglega satt. Einhvern veginn grunar mig að það séu þessir síðri hlutar sem ómar hefur aukið við bókina, og þar með rýrt heildaráhrif hennar. að öðru leyti skrambi sterkt bara – flottar lýsingar á horfinni veröld og heiðarlega horft bæði á sjálfan sig og samferðafólkið. tIL aðdáenda ómars og þjóðlegs fróðleiks. Er einhver ekki aðdáandi ómars? Ef svoleiðis fólk finnst, gefið því eitthvað annað. mánasteinn Sjón JPV Ekki einu sinni Sjón hefði dottið í hug að búa til ár eins og 1918. Kötlu- gos, frostavetur, spænska veikin og fullveldi. Engum nema honum gæti svo dottið í hug að bæta í þennan dramapott lesblindum og bíósjúkum vændisdreng (er hann hommi? ekki veit ég). Útkoman er ansi mögnuð, þó að mér finnist nóvelluformið þrengja dálítið að innihaldinu. Stíllinn er dásamlega einfaldur og skýr, hvort sem hann er að lýsa hversdagslífi aðalpersónunnar í skjóli gömlu frænkunnar, uppljómun kvik- myndanna, rassríðingum með dönsk- um sjóliðum eða spænsku veikinni. Ef ég fæ þá pest einhverntímann væri ég til í að einhver annar en gamall pönk- súrrealisti eins og Sjón pródúseraði óráðsmartraðirnar. Mánasteinn er frábær saga sem þykkir, dekkir og dýpkar fortíðar- myndina. Þjóðmenningarleg bók, liggur mér við að segja. tIL fagurkera og áhugafólks um fortíðina. Ekki gefa hana pempíum. Jú, annars. ógæfa Hugleikur Dagsson og Rán Flygenring ókeibæ Íslenskar teiknimyndasögur fyrir stálpaða/fullorðna sæta sjálfkrafa tíð- indum. Ekki spillir að þær séu svona sprúðlandi af hugmyndaflugi og klikkun. Jafnvel boðskap, því hér fær reykvíska sukk- og djammmenningin það óþvegið. af einhverjum völdum breytir sukkið skyndilega öllum í mannétandi og illvíga uppvakninga og þarf ekkert minna en „streitarann“ (afsakið orðbragðið) pál óskar til að leiða andspyrnuna gegn hinum illu öflum. Þetta er stórglæsileg bók. pínu erfið aflestrar (handskrifað letrið gerir lesendum enga greiða) en þrusuflott að öllu öðru leyti. tIL Ungs fólks og fólks á öllum aldri með svartan húmor. Síst samt til lesblindra. paradísarstræti Ulla Lachauer og Lena Grigoleit / Pétur M. Sigurðsson og Sigurður H. Pétursson Merkjalækur paradísarstræti er yfirlætislaus kilja og gæti auðveldlega týnst með öllu í iðuköstum jólabókaflóðsins. Sem væri synd, því hún segir magnaða sögu. Lena Grigoleit var austur-prússnesk bóndakona sem fylgdi sínu hrjáða heimahéraði í gegnum nánast allar sviptingar 20. aldarinnar (reyndar með smá viðkomu í Síberíu). Lena Grigoleit er ómenntuð en greinilega mjög klár og skemmtileg. Hún segir þýskri fjölmiðlakonu við- burðaríka ævisögu sína sem vel getur staðið sem dæmi um það sem Eiríkur örn norðdahl kallar „skriðþunga mannkynssögunnar“ í illsku, sem gerist að hluta til þarna í nágrenninu. paradísarstræti ber reyndar merki akkilesarhæls einyrkjaútgáfunnar: slælegs prófarkalesturs. Engu að síður: Yndisleg lítil bók. tIL Áhugafólks um sögu og mannlíf í austur-Evrópu. Ekki kannski til þeirra sem eru sérlega viðkvæmir fyrir prentvillum. Svoleiðis fólk þarf samt að slappa aðeins af. skuggasund Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell Eitt af því sem er svo ágætt við arnald er hvað hann er nískur á ósennilegan óhugnað. Það er ekki sífellt verið að pynta fólk í bókunum hans, morðingj- arnir eru ekki með sjaldgæfar geðraskanir, líkin hrannast ekki upp og hann fer sparlega með að láta risa- vaxin samsæri efri laga samfélagsins ráða för. Samt er hann kóngurinn. Það hjálpar vissulega að vera góður rithöfundur, sem vefst nú svolítið fyrir sumum keppinauta hans. Skuggasund er skotheldur arnaldar krimmi með þaulprófaðri aðferð hans við að flétta saman glæpi í fortíð og nútíð. Ég hef ekki lesið nýlegar bækur hans allar, en trúi vel þeim sérfræðingum sem telja þessa í hópi þeirra bestu. Vona samt að hann ætli ekki að láta eftirlaunalögguna Konráð taka við kefli Erlendar. Til þess er hann of litlaus finnst mér, fyrir utan smákrimmafortíðina. Ekki það að Erlendur hafi svo sem verið í öðru en grátónunum. tIL allra. Er ekki mælt fyrir um það í stjórnarskránni? stúlka með maga Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir JPV Hvar eigum við að setja Stúlku með maga? Bókatíðindi setja hana í Skáldverkaflokkinn, en þau eiga það nú til að hugsa smá „strategískt“. allavega er ljóst að heimildirnar stýra för í þessari forfeðra og -mæðrasögu Þórunnar, og þykir sumum væntan- lega nóg um. Ekki mér samt. nema stundum auðvitað, þegar tíundanir á hvers- dagslegum hlutum keyra um þverbak. allt hefur þetta samt tilgang og þau áhrif að fortíðarmyndin sem Þórunn málar verður manni nálægari og áþreifanlegri en það sem margir aðrir (bæði skáld og sagnfræðingar) ná að framkalla. Þetta er stór bók um mannlíf og tíðaranda á tímamótum í þjóðlífinu. Efnistökin stýrast nokkuð af eðli heimildanna, hún er „sagnfræðilegri“ í frásögnum af langafa og langömmu höfundar, verður nærgöngulli þegar kemur að hinni sýfilissjúku næstu kynslóð og líkist „venjulegri“ skáld- sögu þegar móðir höfundar, sögu- maður bókarinnar, tekur sviðið. allt er þetta fínt og með þeim stílsmáta sem Þórunn ein hefur vald á. tIL fólks sem elskar tilþrifamikinn stíl og efnisríkar „sannar“ sögur. Síður til óþolinmóðra lesenda. Bækur Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.