Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 39

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 39
03/08 kjarninn ViðTaL inni á þingi. Síðustu vikuna fyrir kosningar fór fylgi Borgara- hreyfingarinnar síðan að rísa skarpt og í lok dags 25. apríl 2009 var Margrét Tryggvadóttir orðin þing maður. Tæpum fimm mánuðum síðar höfðu þrír þeirra fjögurra þingmanna sem Borgarahreyfingin fékk kjörna stofnað Hreyfinguna og sagt skilið við gamla aflið. Sá fjórði, Þráinn Bertelsson, hafði þegar yfirgefið samkvæmið til að ganga til liðs við Vinstri græn. „Þetta sprakk eiginlega strax. Það höfðu verið átök fyrir kosningar. Ég vissi reyndar ekkert um þau. Ég var bara í Suðurkjördæmi og rosa gaman þar. Á sunnudeginum, daginn eftir kosningar, hringdi blaðamaður frá Mogganum og bað um mynd af nýjum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar. Við fórum í kosningamiðstöðina og þar var tekin mynd. Þegar hún birtist var myndatextinn: „Þingflokkur Borgara- hreyfingarinnar fundar í fyrsta sinn.“ Það var nóg til að allt varð brjálað. Við vorum sökuð um að hafa klofið okkur frá grasrótinni og vera farin að funda án hennar. Svo var þetta bara allt svona. Á þriðjudeginum eftir var haldinn mikill fundur og þar var allt brjálað. Ég hélt að ég væri að mæta á einhverja sigurhátíð, en það var sannar- lega ekki þannig. Það var í raun alltaf allt brjálað út af öllu. Allur þessi kraftur sem er í reiðinni, sem keyrði okkur áfram í kosninga baráttunni, varð eins og krabbamein. Fólk var svo reitt af svo mörgum mismunandi ástæðum. Og svo voru sumir reiðir vegna þess að einhverjir aðrir komust í þingsætin. MArgrét tryggvAdÓttIr uM EvrÓpuMáL „Ég skil ekki hvar Ísland stendur í Evrópumálum í dag. Við erum með EES-samning sem er sprunginn. Og það er ekkert hægt hreinlega að bakka út úr honum. En menn haga sér bara eins og bjánar í þessu. Það er ekkert þannig að við getum bara farið að eiga eingöngu viðskipti við Kína. Þetta er fullkomlega galið. Mestur útflutningur okkar er til Evrópu og þær þjóðir sem við eigum menningarlega mest sameigin legt með eru í Evrópu. Ég hef alltaf verið á því að leiðin að evrunni væri reyndar það löng að við þyrftum að brúa það bil með öðrum hætti. Við getum ekki bara notað ónýta matador-peninga endalaust. En nú er búið að loka á þetta líka. Maður veltir fyrir sér hvað þeir séu eiginlega að hugsa. Mér sýnist þessi ríkisstjórn reyndar vera að klúðra utanríkismálum í heild sinni algjörlega. Ég veit eiginlega ekki alveg hvar það á að enda. Ég hef töluverðar áhyggjur af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.