Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 50

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 50
05/05 kjarninn aLMannaTEnGSL fjölbreytni sem er samansett af utan- aðkomandi ráðgjöfum og bjó til stöðu forstöðumanns fjölbreytni hjá fyrirtæk- inu. Hvað sem það þýðir. En Barilla fær plús fyrir viðleitni. sjónvarpskokkur segir n-orðið Í fyrsta sæti yfir krísur ársins er banda- ríski stjörnu kokkurinn Paula Deen, sem er sennilega ekki mjög þekkt hér á landi. Hún hefur verið með matreiðslu- þátt á Food Network og rekur vinsælan veitingastað í Savannah í Georgíu. Í júní sakaði aðstoðar kokkur hennar hana um að nota N-orðið ítrekað við sig, en vart þarf að taka fram að hún er svört. Fyrstu viðbrögð Deen voru að viðurkenna að hafa notað orðið og segjast ekki geta stjórnað því hvað móðgaði annað fólk. Þetta fór eðlilega ekki vel í fólk og hún áttaði sig á því að hún þurfti að gera eitthvað til að minnka skaðann. Hún bókaði sig í viðtal hjá The Today Show til að skýra sína hlið á málinu. Af einhverjum undarlegum ástæð- um ákvað hún að afbóka sig rétt áður en hún átti að mæta og sendi frá sér myndband þar sem hún baðst afsökunar á orðum sínum. Myndbandið, sem getur verið sterkur leikur í krísu, var hins vegar mikið klippt til, sem gerði það ekki sér- lega trúverðugt. Þetta myndband var fljótlega tekið niður og í staðinn kom tæplega tveggja mínútna óklippt myndband þar sem Deen biðst innilega afsökunar og segist ekki vera rasisti. Innan við klukkutíma eftir að Deen birti fystu afsökunar- beiðnina hafði Food Network sagt upp samningi sínum við hana. Aðrir samstarfsaðilar gerðu slíkt hið sama í kjölfarið. Hún endaði loks á því að fara í The Today Show, þar sem hún grét krókódílatárum og hvatti fólk til að henda steinum í hausinn á sér og í kjölfarið á þættinum hvarf hún svo í nokkra daga. Allt saman mjög eðlilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.