Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 76

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 76
áliT raunverulegt val um búsetu form? Guðmundur Guðmundsson skrifar um húsnæðismál E itt er það loforð sem ríkisstjórnin verður seint sökuð um að svíkja. Það er loforð sem enginn hirti um að lofa fyrir kosningar. Enginn lofaði leigjendum að sitja við sama borð og eigendur hús- næðis þegar kæmi að leiðréttingu aldarinnar. Því skulu nú bæði skuldugir og efnaðir íbúðareigendur skipta með sér ígildi 80 miljarða króna ásamt möguleika á skattfrjálsri niðurgreiðslu húsnæðisskulda. Engin samsvarandi upphæð er eyrnamerkt leigjendum. Þeim er vissulega boðið að safna skattfrjálst fyrir eigin íbúð. Þetta úrræði er vita þýðingarlaust fyrir þá verst settu á leigu- markaði. Þetta fólk er ekki aflögufært, leigan gleypir mestöll mánaðarlaun þeirra. Stærsta vandamálið á leigumarkaði er mikill skortur á húsnæði. Hundruð umsækjenda slást um hverja íbúð. Annað rökrétt mótvægi við afskriftir eigenda væri því að stjórnvöld keyptu eða byggðu leiguhúsnæði sem vantar svo sárlega. Fræðilega séð samsvara 80 milljarðar til dæmis 3.200 leigu íbúðum á 25 milljónir hver. Sá íbúðafjöldi gæti komið leigumarkaði höfuðborgarinnar á réttan kjöl. Stjórnvöld hafa samt engin áform um byggingu leiguíbúða þó að margsannað sé að þær vantar í þúsundatali á þéttbýlissvæðum landsins. kosningabaráttan snerist um forsendubrest Kosningabaráttan snerist eingöngu um leiðréttingu á forsendubresti þeirra sem keyptu húsnæði á ákveðnu tímabili. Leigjendur voru varla nefndir á nafn í aðdraganda kosninganna. Þó urðu þeir fyrir enn meiri forsendubresti en eigendur. Leigjendur greiða brestinn með álagningu gegnum stökkbreytta leigu og óboðlegt ástand á leigumarkaði.Undan- farin misseri hefur húsaleiga hækkað upp undir 10% á ári. Eðlileg samsvörun 80 milljarða til eigenda húsnæðis væri t.d. hækkun húsaleigubóta til leigjenda húsnæðis. Fyrir kosningar var nánast ekkert rætt um framtíðar- skipan húsnæðismála í landinu. Í núverandi stjórnarsáttmála er því fátt sem hönd á festir um húsnæðismál. Þó er þar athyglisverð setning fyrir leigjendur: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Hvar er áherslan á valkostinn (leigu- markaðinn)? Hvað fá leigjendur í sinn hlut af 80 milljarða aðgerðapakka stjórnarinnar til eigenda húsnæðis? íbúðir auðar í húsnæðiseklu Lánastofnunum er áfram leyft að láta íbúðir standa auðar mitt í húsnæðiseklunni. Öfga- fullt dæmi um þetta er á Suðurnesjum. Þar hafa íbúðir í heilum blokkum staðið auðar árum saman í hundraðatali, sumar allt frá árinu 2006. Á sama tíma ríkir umsáturs- ástand á leigu markaði svæðisins. Þessum valkosti er þannig með vitað haldið frá almenningi. Fjölmiðlar og stjórnvöld innsigla meðvirkni sína með þögn og aðgerðaleysi. Skattlagning eða skylda að hafa íbúa í tómu húsnæði væri annars tiltölulega einföld ef stjórnsýslan kveikti á perunni. Í Danmörku geta til dæmis sveitarfélög skakkað leikinn og leigt út húsnæði sem annars stæði autt á kostnað almenningshagsmuna. Í miðborginni er fjárfestingarfélögum leyft að láta gamminn geisa á fasteignamarkaði. Atburðarásin minnir á Matadorspilið fyrir hrun þegar félög með Group í nafninu keyrðu upp verð á eigin hlutabréfum með kaupum hvert í öðru. Eftir hrun hefur sama sviðsmynd færst yfir á fasteigna- markað miðbæjarins. Þar kaupa þessi félög íbúðir í hundraða- tali og tjakka með handafli upp verð og leigu. Hringrásin lokast í gamalkunnum tilkynningum greiningardeilda um hækkandi húsnæðisverð. Þessi félög eru að hluta fjármögnuð af lífeyrissjóðum. Þetta er þversagnakennd staðreynd, því sömu sjóðir vilja hvorki byggja, eiga né reka leiguhúsnæði fyrir almenning. Þeir eru hins vegar vel viðræðuhæfir um uppbyggingu leiguhúsnæðis í öðru formi (hótela) fyrir erlenda ferðamenn. óheilbrigður hiti eykst Þátttaka lífeyrissjóðanna í fasteignabraski eykur á óheilbrigðan hita í gróðurhúsi gjaldeyrishaftanna. Hvernig má annars vera að fasteignaverð hækki stöðugt í landi með allt niður um sig efnahagslega, þar sem kaupmáttur almennings stefnir lóðrétt niður á við? Í umræðunni um húsnæðismál er talað um tvö tæknileg gjaldþrot; annars vegar Íbúðalánasjóð og svo 5.000 heimili sem mara í skuldakafi og teljast tæknilega gjaldþrota. Þessar tvær hliðar á sömu mynt eru í raun birtingarmynd gjaldþrota stefnu í húsnæðismálum hérlendis. Um þessar mundir á einn af stærri bjarnar greiðum þjóðar- innar tíu ára afmæli. Þessi xBjarnargreiði var kosninga- loforð um 100% húsnæðislán. Atburðarásin í kjölfarið blés upp eina af stærstu fasteigna- bólum Vesturlanda. Þessi bóla lifir enn í vel- lystingum á leigu markaðnum. Tíminn mun leiða í ljós hvort kosningaloforð nr. 2 fari til sögunnar sem hið fyrra. leigumarkaður er öskuhaugur Frá hruni hafa stjórnvöld vafið hundraða milljarða plástri um séríslensku séreigna- stefnuna. Ruðningsáhrif eftirgjafa til íbúða- eigenda hingað til eru neikvæð áhrif á val- kostinn við þessa stefnu. Leigumarkaðurinn í dag er ljósár frá því að vera raunverulegur valkostur í húsnæðismálum samkvæmt stjórnarsáttmálanum. Leigumarkaðurninn er öskuhaugur íslenskra húsnæðismála. Annað nafn er opinber skammarkrókur skuldugra á vanskila- skrá. Íbúðareigendur virðast almennt ánægðir með aðgerðir stjórnarinnar. Eins og í atriði úr kúrekamynd steig svar Íslands við John Wayne á svið og skar þorpsbúana niður úr skuldasnöru skammstöfunarskúrkanna. Í lokaatriðinu hrakti hann bankaræningjana á flótta, skipti þýfinu á milli húseigenda í þorpinu og reið inn í sólarlagið. Eða var þetta kannski bara „show business“? Og leigjendur? Þeir voru ekki með í ofangreindri sviðs- mynd og ekki heldur í veruleikanum. Hvorki fyrir né eftir kosningar hafa vangaveltur sérfræðingahópsins snúist um hvað yrði um leigj- endur. Engin opinber könnun hefur spurt leigjendur hvað þeim finnst og hversu ánægðir þeir eru með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Enn síður er spurt hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á stöðu tugi þúsunda leigjenda. Þetta er gott dæmi um hvar leigjendur eru staddir í goggunarröð íslenskra stjórnmála. Allt bendir til að þessi aðgerð muni ásamt íslenskum kerfisvillum hækka húsnæðiskostnað leigjenda. Eins og flestar aðgerðir fyrir íbúðareigendur eftir hrun. Spurningin er bara hversu mikið. Er það raunverulegur valkostur um búsetuform? „Í miðborginni er fjárfestingar- félögum leyft að láta gamminn geisa á fasteigna markaði. Atburðarásin minnir á Matadorspilið fyrir hrun þegar félög með Group í nafninu keyrðu upp verð á eigin hluta bréfum með kaupum hvert í öðru.“ „Eins og í atriði úr kúrekamynd steig svar Íslands við John Wayne á svið og skar þorpsbúana niður úr skuldasnöru skammstöfunar- skúrkanna.“ um höFundinn Guðmundur Guðmundsson er sjómaður 01/01 kjarninn ÁLiT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.