Kjarninn - 19.12.2013, Síða 14

Kjarninn - 19.12.2013, Síða 14
03/05 kjarninn fJöLMiðLaR Ein mikilvægasta ástæðan tengist hins vegar fyrir fram gefnum hugmyndum um þann sem skrifar ummæli við fréttir. Ef viðkomandi er þekktur eru líkur á að skoðanir hans séu alltaf settar í samhengi við persónuna. Stundum gefur það þeim meiri vikt en það getur líka dregið athyglina frá innihaldinu. Á hinum endanum eru svo þeir sem hafa enga formlega þekkingu á því sem rætt er um. Það er auðvelt að afskrifa skoðanir þeirra sem maður telur að hafi hvorki menntun né þekkingu til að ræða um viðkomandi málefni. Nafnleysið neyðir mann til að taka afstöðu til innihaldsins, en ekki þess sem skrifar. Þannig ætti það að minnsta kosti að vera, en veruleikinn er örlítið flóknari. Arthur Santana, prófessor við Háskólann í Houston, skoðaði níu hundruð ummæli við fréttir af innflytjenda málum hjá stórum bandarískum fjölmiðlum. Þar sem fólk gat skrifað í skjóli nafnleysis mátti flokka rúman helming ummæla sem ókurteisleg (e. uncivilized), en aðeins 29 prósent þar sem fólk þurfti að skrifa undir nafni. Nafn- leysið dregur úr hömlum og veitir okkur skjól til gífuryrða um menn og málefni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fólk treystir síður nafnlausum ummælum. Þau eru þannig ólíklegri til að fá okkur til að skipta um skoðun, sérstaklega þegar kemur að siðferðislegum spurningum. öfgar hafa hins vegar mikil áhrif Þrátt fyrir að fólk treysti nafnlausum ummælum síður þýðir það ekki að þau hafi engin áhrif. Öfgakennd ummæli teygja umræðuna og því öfgakenndari sem þau eru, þeim mun meiri áhrif hafa þau. Ef ummælin eru síðan skrifuð undir nafni aukast áhrifin enn. Annar bandarískur prófessor, Dominique Brossard, skipti um 1.200 manns í tvo hópa sem lásu annað hvort kurteisleg eða ókurteisleg ummæli við skáldaða frétt um nanótækni. Dæmi um ókurteisleg ummæli sem annar hópurinn las var „Ef þú skilur ekki kostina við þessa tækni eru hálfviti“. Þessi hópur var mun líklegri til að skipta um skoðun á efni greinarinnar og taka ýktari afstöðu með eða á móti. Þeir sem lásu ummæli þar sem ráðist var á greinar-

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.