Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 23
03/08 kjarninn ÞRóUnaRMÁL
sem segja til um hvernig æskilegast sé að þróunaraðstoð sé
veitt. Þar tengist krafan um árangur af þróunaraðstoðinni við
hina siðferðislegu spurningu. Er réttlætanlegt að eyða skatt-
peningum í þróunaraðstoð sem ber engan árangur?
Það er nauðsynlegt að forgangsraða í ríkisútgjöldum og
fólk gerir það með mismunandi hætti. Krafan um árangur er
auðvitað skárri og eðlilegri ástæða fyrir því að setja fyrirvara
við veitingu þróunaraðstoðar en að einfaldlega tíma því ekki.
Neyðin ætti nefnilega að vera öllum ljós. Hún er staðreynd.
Veiting þróunaraðstoðar byggir á frekar einfaldri
siðferðis legri röksemd. Hún er sú að gleyma ekki sínum
minnsta bróður, eins og segir í laginu. Að mannslífin séu
jöfn hvar sem þau finnast í heiminum og að okkur beri í raun
skylda til að vernda þau, viti maður þau vera í hættu. Þess
vegna er krafan um árangur líka mjög mikilvægur hluti af
veitingu þróunaraðstoðar. Þar sem hún er orðin að kerfis-
bundnu, viðurkenndu ferli í alþjóðakerfinu þarf eitthvað að
koma til sem undirstrikar hana sem rökrétta, réttmæta og
góða hegðun. Þetta eitthvað er meðal annars árangur.
Tilgangurinn ekki að gera menn eða þjóðir ríkar
Sumir nota skort á árangri sem afsökun fyrir því að binda
algjörlega enda á veitingu þróunaraðstoðar. Háskóla-
prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur til dæmis
haldið því fram að menn (og þjóðir) verði ekki ríkir af því að
þeir fái aðstoð, heldur vegna þess að þeir fái tækifæri. Margir
gætu litið á það sem aukaatriði en tilgangur þróunaraðstoðar
hefur svo sem ekki verið að gera menn (eða þjóðir) ríka. Hann
hefur verið sá að létta af þjáningum og neyð þeirra sem verst
standa í heiminum og koma þeim á braut sjálfbærni svo að
þróunaraðstoð verði vonandi óþörf.
Sumir telja þróunaraðstoð ekki rétta leið að því markmiði.
En kannski má vera að þar standi hnífurinn í kúnni eftir
allt saman, markmið fylgjenda og andstæðinga fara ekki
saman. Þeir fyrrnefndu vilja veita öllum til jafns réttinn til
mannsæmandi lífs, hvar í heiminum sem þeir kunna að vera
staddir. Hinir síðarnefndu vilja veita öllum til jafns réttinn
„Veiting þróunar-
aðstoðar byggir
á frekar ein-
faldri siðferðis-
legri röksemd.
Hún er sú að
gleyma ekki
sínum minnsta
bróður, eins og
segir í laginu.“