Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 64
07/08 kjarninn MaTUR
Frakkar með sterka stöðu í asíu
Alþjóðavæðing í mat og matreiðslubókum er engu að síð-
ur staðreynd og til að mynda hafa frönsk vín og franskur
matur verið afar vinsæl í Japan undanfarin ár, sem þýðir að
franskar matreiðslubækur seljast líka vel. Í Kína stendur sala
á kínverskum matreiðslubókum nánast í stað á milli ára en
sala á vestrænum matreiðslubókum hefur aukist árlega um
meira en 10% síðustu ár. Enn og aftur er það svo sjónvarpið
sem ýtir undir undir sölu á matreiðslubókum, hvort sem litið
er til Kína, Bretlands eða Bandaríkjanna. Breskir sjónvarps-
kokkar virðast vera þeir sem höfða mest til hins alþjóðlega
markaðar þessi misserin. Því má svo kannski bæta við að
frændur okkar Svíar virðast á beinu brautinni hvað varðar
alþjóðlega viðurkenningu sem
matarþjóð. Nýir veitingastaðir
spretta þar upp eins og gor-
kúlur, hið nýja norræna eldhús
virðist á siglingu og í það
minnsta 13 veitingastaðir eru
með Michelin-stjörnu.
spámaður í sínu heimalandi
Skilgetið afkvæmi sænsku
bylgjunnar er Magnus Nils-
son, rokkstjörnukokkur á
Fäviken sem áður hefur verið
fjallað um í Kjarnanum. Það
eru nefnilega ekki alþjóðlegu
stjörnurnar sem tróna á toppnum í hverju landi fyrir sig,
heldur heimamenn. Í Bretlandi eru það sjónvarpskokkarnir
Jamie Oliver, Gordon Ramsay, Nigella Lawson og Lorraine
Pascale sem selja mest – en þau eru reyndar líka alþjóðlegar
stjörnur. Fáir útlendingar komast hins vegar á blað í Bret-
landi. Hollendingurinn Jeroen Meus er vinsæll sjónvarps-
kokkur í heimalandinu og selur tuttugu sinnum fleiri mat-
reiðslubækur í heimalandinu en sá útlendi sjónvarpskokkur
sem næstur honum kemst.