Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 64

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 64
07/08 kjarninn MaTUR Frakkar með sterka stöðu í asíu Alþjóðavæðing í mat og matreiðslubókum er engu að síð- ur staðreynd og til að mynda hafa frönsk vín og franskur matur verið afar vinsæl í Japan undanfarin ár, sem þýðir að franskar matreiðslubækur seljast líka vel. Í Kína stendur sala á kínverskum matreiðslubókum nánast í stað á milli ára en sala á vestrænum matreiðslubókum hefur aukist árlega um meira en 10% síðustu ár. Enn og aftur er það svo sjónvarpið sem ýtir undir undir sölu á matreiðslubókum, hvort sem litið er til Kína, Bretlands eða Bandaríkjanna. Breskir sjónvarps- kokkar virðast vera þeir sem höfða mest til hins alþjóðlega markaðar þessi misserin. Því má svo kannski bæta við að frændur okkar Svíar virðast á beinu brautinni hvað varðar alþjóðlega viðurkenningu sem matarþjóð. Nýir veitingastaðir spretta þar upp eins og gor- kúlur, hið nýja norræna eldhús virðist á siglingu og í það minnsta 13 veitingastaðir eru með Michelin-stjörnu. spámaður í sínu heimalandi Skilgetið afkvæmi sænsku bylgjunnar er Magnus Nils- son, rokkstjörnukokkur á Fäviken sem áður hefur verið fjallað um í Kjarnanum. Það eru nefnilega ekki alþjóðlegu stjörnurnar sem tróna á toppnum í hverju landi fyrir sig, heldur heimamenn. Í Bretlandi eru það sjónvarpskokkarnir Jamie Oliver, Gordon Ramsay, Nigella Lawson og Lorraine Pascale sem selja mest – en þau eru reyndar líka alþjóðlegar stjörnur. Fáir útlendingar komast hins vegar á blað í Bret- landi. Hollendingurinn Jeroen Meus er vinsæll sjónvarps- kokkur í heimalandinu og selur tuttugu sinnum fleiri mat- reiðslubækur í heimalandinu en sá útlendi sjónvarpskokkur sem næstur honum kemst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.