Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 59
02/08 kjarninn MaTUR
fjallar eins og titillinn gefur til kynna um gæludýramat. Hin
stórgóða vínbók Steingríms Sigurgeirssonar, Vín – frá þrúgu
í glas, er ekki heldur eiginleg matreiðslubók – en þó klárlega
matartengd bók. Þá er samkvæmt Bókatíðindum jólaréttabók
Sigga Hall frá í fyrra endurútgefin í ár og eins eru endur-
útgefnar í einu lagi þrjár stórgóðar eldri bækur, Af bestu
lyst 1, 2 og 3, sem komu fyrst út 1993, 2001 og 2008. Hér er sú
útgáfa talin sem ein bók.
Bókatíðindi villandi
Þótt Bókatíðindi gefi allgóða mynd af bókaútgáfu ársins er
sú mynd reyndar ekki fullkomlega rétt. Til að mynda er hin
ágæta bók Eldað undir bláhimni, í ritstjórn Heiðdísar Lilju
Sigurjónsdóttur, athugasemdalaust flokkuð með nýútgefnum
bókum í Bókatíðindum 2013 þótt hún hafi komið út í fyrra.
Síðan vantar í tíðindin metsölubókina Veislurétti Hagkaups
eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Grillað með Jóa Fel og
Íslensku hamborgarabókina eftir Svavar Halldórsson, þann
sem hér heldur um penna. Það er auðvitað bagalegt þegar
vantar bækur í Bókatíðindi sem sannarlega komu út á árinu
2013 og aðrar eru inni sem komu út í fyrra. Það dregur heldur
úr trúverðugleika ritsins og gerir lötum blaðamönnum
erfiðara fyrir í umfjöllun sinni um jólabókaflóðið, enda hafa
villurnar í Bókatíðindum gengið aftur í skrifum ýmissa blaða
og fjölmiðla um bókaútgáfu ársins 2013.
hinar eiginlegu matreiðslubækur ársins
Sé ný íslensk matreiðslubók skilgreind sem „frumsamin bók
á íslensku eftir íslenskan höfund þar sem aðalefnið er matar-
uppskriftir fyrir manneskjur“ telst matarblaðamanni til að í
allt hafi komið út 20 frumsamdar íslenskar matreiðslubækur
árið 2013. Þær eru:
1 Veisluréttir HagkaupsHƀLU)UL²ULNX+M¸UG¯VL*HLUVGµWWXU
2 Grillað með Jóa FelHƀLU-µKDQQHV)HOL[VRQ
3 Íslenska hamborgarabókinHƀLU6YDYDU+DOOGµUVVRQ
4 Afmælisveislubókin í ritstjórn Kristínar Eikar Gústafsdóttur