Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 26

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 26
06/08 kjarninn ÞRóUnaRMÁL þekking og kunnátta kemur að notum. Baráttan gegn fá- tækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum er þungamiðja í stefnu Íslands í málaflokknum og rík áhersla er lögð á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Leitast er við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála. Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er helsti grund- völlur íslenskrar þróunarsamvinnu. Tvíhliða þróunaraðstoð er veitt í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og í fjárlögum ársins 2013 nam sú upphæð 1.794 milljónum, eða tæplega helmingi útgjalda til þróunarmála. Í grein í Frétta- blaðinu hinn 12. desember síðastliðinn fullyrti Engilbert Guð- mundsson að starfsemi stofnunarinnar hefði skilað árangri og nefndi menntun, sérstaklega stúlkna, í því samhengi. Fjárframlög til stofnunarinnar hefðu jafnframt skilað sér í lestrar kunnáttu fullorðinna, minni mæðra- og barnadauða, betra heilbrigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjar vatns, meiri tekjum og betri afkomu fiskimanna- samfélaga og myndu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum. Þessi afrakstur þróunaraðstoðar íslenskra stjórnvalda skapar aðstæður og grundvöll fyrir aukin tæki- færi fólks í þróunarlöndum til bættra lífsgæða. Í marghliða þróunarstoð Íslands endurspeglast þessi sköpun tækifæra fólks til bættra lífsgæða ekki síst. ÞúsALdArMArkMIðIn Í september árið 2000 sameinuðust leiðtogar heims í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í new York á svokölluðum Þúsaldarfundi og samþykktu Þúsaldar- yfirlýsingu samtakanna. Þar var kveðið á um að stuðla ætti að bættum hag mannkyns um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfis- verndar, mannréttinda og lýðræðis. Átta markmið voru skilgreind sem eiga að stuðla að mannsæmandi og sjálfbærri framtíð fyrir alla íbúa heims. Markmiðin eru tímasett og á mælan- legur árangur að nást fyrir árið 2015. markmiðin eru að: 1. Eyða fátækt og hungri 2. Tryggja að öll börn njóti grunnskólamenntunar 3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðis rétt kvenna 4. Lækka dánartíðni barna 5. Vinna að bættu heilsufari kvenna 6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúk- dómum sem ógna mannkyninu 7. Vinna að sjálfbærri þróun 8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.