Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 18
k
onan mín gaf mér gamlan Lenco-plötuspilara
í afmælisgjöf í fyrra. Ég féll strax fyrir vínyl-
plötunum eftir að hafa tengt spilarann við
græjurnar mínar og byrjað að láta þær ganga.
Það er eitthvað við það að heyra snarkið í
plötunum og um leið tæran og góð hljóm. Sum lög bein-
línis lifna við á vínyl, verða áheyrilegri en á öðrum formum.
Rokk frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nýtur sín á
plötunum enda má segja að plötuspilararnir séu eins konar
heimavöllur þessarar tónlistarstefnu. Led Zeppelin, Bítlarnir
og Pink Floyd koma upp í hugann og Jimi Hendrix einnig.
Ég hef ekki síður verið að hlusta á nýrri tónlist á vínyl;
hipphopp, indírokk, popp og margt þar á milli, meðal annars
íslenska tónlist sem hefur verið gefin út á plötum með
metnaðar fullum hætti undanfarin ár. Nokkur lög hafa staðið
upp úr og dregið fram það besta við plötuhlustunina. Hér fer
Topp 5 listi yfir þau lög sem njóta sín best á vínyl.
nálarsnarkið gefur
lögunum nýtt líf
TónlisT
Magnús Halldórsson
magnush@kjarninn.is
01/01 kjarninn TónLiST
valdimar – ég man
Hljómsveitin Valdimar, með Valdimar sjálfan fremstan í flokki, hefur getið sér
gott orð fyrir góða tónlist og vandaða. Lög sveitarinnar eru þannig úr garði
gerð að hljómur vínylplötunnar nýtur sín vel. Lagið Ég man er sérstaklega
ljúft. Rödd Valdimars er góð í snarkinu, þétt og svöl. Ég skil vel að plötur
frá Valdimar fáist í búðum og að útgáfan sé ekki bundin við geisladiska og
stafræna útgáfu. Það ætti að vera mikil eftirspurn eftir vínylplötum frá hljóm-
sveitinni miðað hversu vel lögin hljóma undir nálinni.
Cypress hill – hits from
the Bong
Það má vera að flest lög bandaríska rappteymisins Cypress Hill fjalli um
kannabisreykingar og baráttuna í fátækrahverfum bandarískra stórborga.
Það breytir þó engu um það að lög þessa bands eru stórkostleg og vönduð.
plötuspilarinn kallar fram það besta í Cypress Hill, ekki aðeins vegna þess
að afslappað nálarsnarkið fellur vel að taktinum í rappinu heldur ekki síður
vegna þess sem fylgir því að njóta þess að hlusta á plötu. Það er að velta fyrir
sér textunum, smáatriðunum í rappinu, taktinum sem er undirliggjandi og
heildinni sem sungið er um. Lagið Hits from the Bong af meistaraverkinu
Black Sunday er sérstaklega notalegt á vínyl. Melódían úr hinu klassíska Son
of a preacher er undirliggjandi, sem fellur vel að nálarhljóðinu.
poison – Every rose
has its Thorn
Glysþungarokkið er eiginlega fundið upp fyrir vínyl. Þar eru nokkur atriði
sem skipta miklu máli. plötuumslögin sjálf eru mikilvæg. Stórar myndir, mikil
orka, vöðvastælt fólk, mikil ævintýramennska. Stundum eru plötumslög
glysþungarokksins epísk listaverk. Yfirborðsmennskan er eitt helsta einkenni
þessarar tónlistarstefnu en ég viðurkenni það fúslega að mér finnst yfirborðs-
mennskan sjálf eitt það skemmtilegasta við glysþungarokkið. Hljómsveitirnar
eru ekki að taka hlutina of alvarlega, lögin eru oftar en ekki öfgadramatísk,
mikilfengleg. Klassíska þungarokksballaðan Every Rose Has its Thorn með
poison – sem er meðal annars að finna á plötunni Metal Ballads – hefur þetta
allt. Vínyllinn færir laginu vængi og maður getur leyft sér að brosa út í annað
yfir textanum. En öllu gamni fylgir einhver alvara.
megas – Tvær stjörnur
Megas er menningarlegt stórvirki og hefur fyrir löngu komist á þann stall
í íslenskri menningu sem hann á skilið. Það er að vera einn á eigin stalli,
einkum þegar kemur að textum. En lagasmíðarnar eru líka, þegar best lætur,
algjörlega framúrskarandi og lögin hans mörg hver tímalaus snilld. nánast
ósnertanlegar perlur. Lagið Tvær stjörnur er eitt hans besta lag, í mínum huga.
fallegt lagt með fallegum texta. flutningur Megasar, í upphaflegri útgáfu
þess, er einnig magnaður. Það kann að vera að stundum sé söngur Megasar
ekki alltaf rétta svarið þegar kemur að lagasmíð hans, en oftast nær þó. Þegar
Tvær stjörnur ganga hring eftir hring á plötuspilaranum er hverrar sekúndu
notið. Ein af perlum íslenskra tónlistar.
neil Young –
after the Gold rush
Hinn tæplega sjötugi kanadíski þjóðlagarokkari neil Young hefur glatt mig
meira en flestir aðrir. Ekki fyrir svo löngu fann ég hina frábæru Live Rust
plötu, með neil Young og sveit hans Crazy Horse. Á plötunni er að finna sextán
tónleikaútgáfur af mörgum af bestu lögum neil Young. Upptökurnar ná að
fanga einstaklega vel andrúmsloftið sem myndast á tónleikum með þessum
stórkostlega listamanni. aðdáunaröskur inni á milli og síðan einbeitt grafar-
þögn þegar hann syngur fínustu línurnar með sinni skæru og tæru rödd. Þó að
öll lögin séu meira og minna stórkostleg er útgáfan af hinu goðsagnakennda
after the Gold Rush mögnuð. Hún hentar líka vel fyrir plötuspilarann; hrá
tónleikaútgáfa þar sem hæfileikar neil Young svífa yfir vötnum.
Smelltu til að
hlusta á lagið á
YouTube
Smelltu til að
hlusta á lagið á
YouTube
Smelltu til að
hlusta á lagið á
YouTube
Smelltu til að
hlusta á lagið á
YouTube
Smelltu til að
hlusta á lagið á
YouTube