Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 72

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 72
pisTill sjálfsvirðing þjóðar ...sem rekur Jósef og Maríu á dyr Auður Jónsdóttir skrifar Þ að eru að koma jól og við rífumst sem aldrei fyrr. Við: þessi þjóð sem kennir sig við Ísland. Í mestu rimmunum minna fylkingarnar á hjón sem ramba á barmi skilnaðar og þegar þjóð er orðin svo klofin í sambúð sinni er nærri lagi að segja að borgararnir standi í stöðugu stríði. Það ríkir þó ekki borgara styrjöld í orðsins fyllstu merkingu, hér er ekki boðið upp á vopnaglamur í líkingu við það sem tíðkast þar sem fleiri vopn eru í boði og lögleysan er meiri. Pottar og pönnur virðast duga landanum. Samt má ekki vanmeta fólk á barmi skilnaðar. Það á það til að grípa til örþrifaráða og þá er voðinn vís. Gott fólk getur gert vonda hluti þegar þannig liggur á því, ekki síst þegar það er orðið blint af heift. Og eitt er víst, það skortir ekki heiftina í íslenskt samfélag þessa dagana. Við skulum bara vona að það finnist ekki aftur sprengja fyrir utan Stjórnar ráðið. stigmögnun orðanna Til allrar hamingju á gagnrýnin enn sem komið er eingöngu heima í fjölmiðlum eða á Facebook-síðum landsmanna. Þó hafa valdamenn kvartað undan loftárásum, stöðugu umsátri fólks sem þeir kenna við stjórnarandstöðuna, hvort sem það á allt saman heima í stjórnmálaflokki eða ekki. Það er gáleysis- legt að misnota orð á þennan hátt og sæmir ekki þingmönnum og ráðherrum sem eiga að tala af ábyrgð. Það sem meira er, gáleysislegt tal býður hættunni heim því orð geta umbreytt veruleikanum. Fólki þykir að sér vegið og sumt hvert bregst við með því að nota ennþá heiftúðlegri orð í gagnrýni sinni á aðgerðir stjórnvalda í hinum ýmsu málum. Fyrst valda- menn leyfa sér að ýkja stórlega hlýtur almenningur að mega það líka. Þannig stigmagnast heiftin og að sögn ráðamanna skýtur „þetta fólk“ stöðugt á ríkisstjórnina svo undan svíður, miskunnar laust í málflutningi sínum. Jafnvel er fólk sagt vera á móti aðgerðum valdamanna áður en það veit um hvað þær snúast. Gagnrýnin fylgir djobbinu Ég skil þá, valdamennina, ég skil að þeir taki gagnrýni nærri sér. Ég er jú rithöfundur og maður tollir ekki lengi í því djobbi nema læra að brynja sig fyrir gagnrýni. Mjólkurkaffilepjandi ungskáldin læra upp úr tvítugu að það að gefa út bók er í senn sigur og skotleyfi. Um leið og þú gefur út bók er hverjum og einum frjálst að finna mynd af þér og bókinni þinni, skreyta hana með ísmeygilega háðskum texta, einni stjörnu eða jafnvel hauskúpu og birta síðan á alheims- netinu, í tilvísun á forsíðu dagblaðs eða í sjón- varpi allra landsmanna. Það er sárt að sitja undir harðri gagnrýni, tilfinningin rifjar upp martraðarkennd augnablik þegar einhverjum stríðnispúkanum tókst að kippa niður um mann buxunum í frímínútum í barnaskóla. Maður stendur berstrípaður fyrir framan alla og öllum er frjálst að hlæja. Gagnrýnin fylgir djobbinu, þannig er það nú bara. Ef maður ætlar á annað borð að tolla í því er fátt annað að gera en læra að taka gagnrýni. Svo er annað mál hvort maður er sammála gagn- rýninni eða ekki. Bók er sjaldnast allra frekar en stjórnmála- maðurinn. Flestar bækur fá sitt lítið af hvoru í einhverri mynd, góðri og vondri gagnrýni, enda snúið að gera öllum til geðs, það getur rithöfundur ekki frekar en stjórnmálamaður, hann fylgir jú sinni sýn og sínum sannleika. En stundum má græða eitthvað á ólíkum röddum, í veröld bókmenntanna og veröld lýðræðisins. ásjóna þjóðarinnar Bæði rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn ráða örlögum persóna, munurinn er sá að rithöfundurinn leikur sér með örlög ímyndaðra persóna en stjórnmálamaðurinn með örlög persóna af holdi og blóði. Skáldskapur stjórnmálamannsins hefur margslungin áhrif á líf okkar allra og þá á ég ekki bara við lífskjör okkar; skatta, tolla og skuldir, laun og húsnæðis- kjör, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og félagslegt kerfi. Nei, ég á líka við það sem ófáar skáldsögurnar fjalla um: siðferði, sjálfsmynd og gildismat. Stjórnmálamenn vinna að málum eins og mannréttinda- málum og umhverfismálum í nafni okkar – sem kennum okkur við íslensku þjóðina í árslok 2013. Að því leyti til er ríkisstjórnin þjóðin, rétt eins og ráðamenn voru ásjóna þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni þegar þeir sendu bón þess efnis að þeldökkir menn dveldu ekki með varnarliðinu á Íslandi. Talandi um seinni heimsstyrjöldina, ekki var nú tekið út með sældinni að vera Þjóðverji í eftiröldum hennar: ásjónur ráðamanna voru sem greyptar á ásjónu heillar þjóðar; þannig komst enginn Þjóðverji undan því að hafa verið Þjóðverji á tilteknu tímabili, sama hvað honum hafði fundist um stefnu valdamanna. Lengra nær samanburðurinn ekki, nasista- tuggur eru þreytandi og engum til góða að kynda undir ýkta orðræðu. Það breytir því ekki að ríkisstjórn er ásjóna þjóðar og sameiningar tákn. skömmin að vera íslendingur Þessar vikurnar líður varla sá dagur að maður gagnrýni ekki ríkisstjórnina. Ástæðan er ekki sú að ég sé svona góður hag- fræðingur heldur er óþolandi mikill munur á því sem mér er heilagt og sýnilegu gildismati valdamanna – sem tala í mínu nafni, íslenska borgarans. Ég skammast mín fyrir ásjónu Íslendingsins. Ég skammast mín fyrir augljósa mis skiptingu auðs í sam félaginu, útlendingahræðslu áberandi stjórnmála manna, valdníðslu í nánast öllu því sem lýtur að náttúruvernd, boðaðan niðurskurð í eftirliti með fyrirburum og niðurrifsstarfsemi í stofnun sem á að heita útvarp allra landsmanna. En mest af öllu skammast ég mín fyrir skeytingarleysið sem yfirvöld – og þar með þjóðin – sýnir mörgu flóttafólki í neyð, kornabörnum jafnt sem fullorðnum, sem leitar hælis á Íslandi. Það er þessi skömm sem hleypir í mig kergju. Ég fæddist ekki reið út í Framsóknar flokkinn eða Sjálfstæðis flokkinn, hvað þá Útlendinga stofnun eða framtíðar- tónlistina innanríkisráðuneytið. Nei, ólíkt því sem Sigmundur Davíð virðist stundum halda – að fólk í meintri stjórnar- andstöðu gagnrýni einungis gagnrýninnar vegna – þá er fyllsta ástæða til gagnrýni, frá mínum bæjar dyrum séð. Og það veit hvert skáld, sem er ekki lengur ungskáld, að stundum var mest að græða á gagnrýnandanum þegar hann var hvað reiðastur. skömmin send þangað sem hún á heima Það er hætt við að stjórnmálamennirnir hætti að hlusta þegar þeir sitja undir stöðugri gagnrýni, í andrúmslofti sem þeir skynja sem heiftúðugt. Einhverjir eru búnir að brynja sig með hroka, reiðubúnir að svara með útúrsnúningum og gagn árásum. Í slíku ástandi þarf almenningur að horfa upp á karlmann fjarlægðan frá óléttri konu sem hann segir vera barnsmóður sína, án þess að vita hvort hann komi nokkur tímann til með að sjá hana aftur. Hvort hann fái yfir höfuð að sjá barnið sitt. Með þessum aðförum er heilbrigði móður og barns stefnt í voða, svo ekki sé minnst á heilsu föðurins. Það er gefinn skítur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og snúið út úr Dyflinnarsamkomulaginu á níðingslegan hátt. Þetta gerist á sama tíma og innanríkisráðuneytið situr undir ásökunum um að hafa lekið viðkvæmum persónu upplýsingum um parið til útvaldra fjölmiðla, sem gæti verið glæpsamlegt athæfi. Manninum er engin miskunn sýnd þar sem hann hefur verið í felum í von um að ná að sjá barnið (sem ég hefði sjálf gert í hans sporum) en frá innanríkisráðuneytinu berst ekkert nema útúrsnúningar og loðin svör þegar hæstráðendur þar eru inntir svara um mögulega glæpsamlegt athæfi. Það á að senda skömmina þangað sem hún á heima: til innanríkis- ráðuneytisins. Böns af sérhagsmunaseggjum Að horfa upp á annað eins gerir mann reiðan. Skattar og skuldir blikna í samanburði við það að ráðamenn skuli leyfa sér að mála íslensku þjóðina upp sem samfélag gersneytt mannúð. Í almennilegu lýðræði rífast allir um peninga en þar er líka skapað rými fyrir þá sem eiga á brattann að sækja. Í sögubókum um samtíðarfólk verður íslenska þjóðin í lok ársins 2013 ekkert nema böns af sérhagsmunaseggjum. Við erum fólkið sem rak Jósef og kasólétta Maríu á dyr, sama þótt sitjandi ríkisstjórnarflokkar styðji þjóðkirkjuna með ráðum og dáð. Hróp okkar, sem viljum að Tony og Evelyn fái að búa á Íslandi með litla barninu sínu, eru því ekki bara gagnrýni, þau eru ákall. Svo við fáum lifað með okkur sjálfum. Búsáhaldabyltingin var ekki bara út af peningum, fólk greip til sinna ráða af því að þjóðarsálin hafði glutrað niður tilfinningunni fyrir heilbrigðu gildismati. Við höfðum treyst ráðamönnum fyrir gildismati okkar og þeir farið með það sömu leið og bankarnir með sparnaðinn. Það rétta reyndist rangt. Nú veit ég ekki hvað er rétt og hvað rangt í reglubókum innanríkis ráðuneytisins – en ég veit að stundum er það rétta svo ofboðslega rangt. Stjórnmálamenn hafa orðspor þjóðarinnar í höndum sér og því verða þeir að hlusta þegar við segjum þeim hvað það er sem við viljum standa fyrir. Þeir geta sagt okkur að kreista budduna en þeir geta ekki sagt okkur að kyngja sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðingu þeirra sem vilja standa fyrir mannúð og réttlæti, sama þótt þeir búi á eyju úti í ballarhafi og rífist alla daga. Ekkert er jú betur til þess fallið að grynnka á heiftinni en að sýna örlæti. Sælla er að gefa en þiggja. GLEÐILEG JÓL! „Bæði rit- höfundurinn og stjórnmála- maðurinn ráða örlögum persóna, munurinn er sá að rithöfundurinn leikur sér með örlög ímyndaðra persóna en stjórnmála- maðurinn með örlög persóna af holdi og blóði.“ „Ég fæddist ekki reið út í Framsóknar flokkinn eða Sjálfstæðis- flokkinn, hvað þá Útlendinga- stofnun eða framtíðar tónlistina innanríkis- ráðuneytið.“ um höFundinn Auður Jónsdóttir er rithöfundur og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga til verð- launa fyrir verk sín. 01/01 kjarninn piSTiLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.