Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 17

Kjarninn - 19.12.2013, Blaðsíða 17
05/05 kjarninn fJöLMiðLaR réttindi og skyldur, og þær reglur sem þróast í samskiptum einstaklinga. Vegna tækniþróunar er einfaldara en nokkru sinni fyrr að koma skoðunum sínum á framfæri við stóran hóp og við þurfum að læra á þetta nýja vald í sameiningu. Það er ekkert skrýtið að þeir sem aldrei hafa haft rödd vilji nú nota hana til að hrópa á torgum, en það er okkar allra að tryggja að umræðan verði málefnaleg. Ein leið er til dæmis sú að svara ljótustu ummælunum með einfaldri yfirlýsingu um að þar sé gengið of langt. Rannsóknir sýna að ef meirihlutinn samþykkir ekki ákveðna hegðun í umræðu- kerfum lagar minnihlutinn sig að því. Kurteisi og málefnaleg umræða er einfaldlega hluti af því lýðræðislega lærdómsferli sem við förum nú í gegnum á 21. öldinni. Að lokum er vert að benda fólki á að netið getur verið óttalegt bull. Þótt hægt sé að finna góðar upplýsingar um nær allt á netinu er ótrúlega mikið af vitleysu þarna úti. Oft er um að ræða grín sem byrjar í litlum hópi, þar sem gefið er í skyn að þekktar persónur hafi sagt eða gert ákveðna hluti. Bandarískir stjórnmálamenn og listamenn eru sérstaklega algeng skotmörk. Hér heima má daglega lesa útlistanir fólks á skoðunum annarra og fljótt verður ein fjöður að fimm hænum. Það er ágætis æfing fyrir okkur öll að fara í gegnum það sem við teljum okkur vita um aðra og velta því fyrir okkur hvaðan sú þekking kom. Ef svarið er að þú hafir lesið það á netinu er kannski ástæða til að skoða málið betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.