Kjarninn - 19.12.2013, Side 42

Kjarninn - 19.12.2013, Side 42
06/08 kjarninn ViðTaL unnin án þess að nokkuð gerist. Það eru innbyggðir alls konar flöskuhálsar sem menn nýta sér. Og svo er samið um málin í bakherbergjum. Allri vinnu nefndar sem hefur unnið að ein- hverju mjög lengi og ítarlega er kannski ýtt frá þegar nokkrir menn fara inn í bakherbergi og ákveða hvað fái að fara í gegn og hvað ekki. Þá er vinnunni rústað. Þetta er ekki lýðræðislegt.“ Að mati Margrétar eiga Íslendingar langt í land með að ná þeim stjórnmálalega þroska sem nauðsynlegur er alvöru sjálf- stæðu lýðræðisríki. „Mér finnst oft eins og Ísland sé unglingur. Annaðhvort er allt æðislegt eða ömurlegt. Við erum svo ör í öllu. Ég held að það sé vegna þess að við vorum nýlenda. Það er svo stutt síðan við urðum sjálfstæð þjóð og við högum okkur eins og frekir krakkar. Við höfum fengið alls konar aðstoð: Marshall-aðstoð, herinn, álver, IPA-styrki og ýmislegt annað. En alltaf þegar eitthvað bjátar á viljum við að einhver annar reddi okkur út úr vandræðunum. Í hruninu átti að það vera Evrópu- sambandið. En þetta er ekki alveg þroskaður hugsunar háttur. Við erum alltaf að leita að einhverju „fixi“. En ég held að það sé gerjun. Við erum að fullorðnast sem þjóð.“ ætlar ekki sjálf fram Þrátt fyrir að Dögun hafi ekki haft erindi sem erfiði í síðustu alþingiskosningum starfar félagsskapurinn ennþá. Auka- aðalfundur Dögunar sem haldin var í haust tók meðal annars þá ákvörðun að taka, með einhverjum hætti þátt í sveitarstjórnar kosningunum í vor. Margrét segir það þó ekki þýða að framboðið verði með sjálfstæða lista í öllum MArgrét tryggvAdÓttIr uM ríkIsstJÓrnInA „Þessi ríkisstjórn er ekki kosin með miklum meirihluta. Það duttu um tólf prósent atkvæða niður dauð. Hún hefur hins vegar sterkan þing- meirihluta en hvernig hann nýtist henni á eftir að koma í ljós. Þarna er fólk sem er nánast slembi- valið. Ég hef alltaf viljað gefa fólki séns. Það eru nokkrir sem ég þekki innan stjórnarliðsins og veit að eru vandað og gott fólk. Ég veit að það er að vanda sig. Svo eru aðrir sem ég hef minna álit á. Það er ekkert vegna þess að það sé endilega vont fólk, heldur vegna þess að það er komið „way over their heads“. Ég held að það séu sumir þarna í verk efnum sem þeir ráða ekkert við. Og sumum er ég bara einlæglega ósammála. En það er ekkert endilega vanhæft fólk. En það eru nokkrir þarna sem undir venjulegum kringumstæðum ættu ekki að vera ráðherrar. Ég vil hins vegar ekki nefna þá.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.