Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 18
02/06 Danmörk
Í
ágúst 1932, þegar Ole Kirk Christiansen byrjaði að
smíða einföld húsgögn og leikföng úr tré til að afla
sér tekna, hefur tæplega hvarflað að honum að rúm-
um 80 árum síðar yrði litla smíðastofan hans í Billund
á Jótlandi orðin að stórfyrirtæki með tíu þúsund
manns í vinnu og næststærsti leikfangaframleiðandi í heimi.
Og að nafnið sem hann valdi fyrirtækinu, Lego, yrði eitt
þekktasta vörumerki veraldar.
missti vinnuna
Þegar trésmiðurinn Ole Kirk Christiansen missti vinnuna í
lok júlí 1932 klóraði hann sér góða stund í kollinum. Hann
var giftur, faðir fjögurra ungra barna og eiginkonan sjúk-
lingur; afkoma heimilisins valt á heimilisföðurnum. Ole Kirk
var hins vegar vanur að þurfa að bjarga sér, alinn upp í hópi
13 systkina og byrjaði sjö ára að vinna, foreldrarnir blá-
fátækir bændur. Honum hafði, þrátt fyrir fátæktina, tekist að
læra smíði og afla sér tilskilinna réttinda og ákvað að reyna
að notfæra sér smíðakunnáttuna enda
talinn góður smiður.
Smíðastofa Ole Kirk Christiansen var
stofnuð 10. ágúst 1932. Starfsmenn voru í
upphafi tveir, auk eigandans tólf ára sonur
hans Godtfred. Starfsemin fór hægt af stað,
framleiðslan var eldhúskollar, straubretti,
hillur, smáborð og leikföng. Ole Kirk tók eftir því að heima-
smíðuðu leikföngin voru vinsæl meðal leikfélaga barna hans
og lagði því aukna áherslu á smíði þeirra. Salan jókst og
starfsfólkinu á verkstæðinu fjölgaði.
lego verður til
Árið 1934 ákvað Ole Kirk að leggja niður smíðastofunafnið og
nefndi fyrirtækið Lego, samsett úr orðunum leg godt. Mörgum
árum síðar komst hann svo að því að að á latínu þýðir þetta
orð, Lego, „ég set saman“ eða „ég safna saman“. Árið 1935, ári
eftir nafnabreytinguna, setti Lego á markaðinn fyrstu leik-
föngin sem byggðust á því að raða saman hlutum. Þessi leik-
Danmörk
Borgþór Arngrímsson
„Ole Kirk var hins vegar vanur
að þurfa að bjarga sér, alinn
upp í hópi 13 systkina og
byrjaði sjö ára að vinna.“