Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 51
04/06 álit
ályktunum um að afhenda beri eftir flokkslínum sérvöldum
gæðingum ríkiseignir fyrir lítinn pening – þvert á samþykkt
ferli. Ég er sannfærður um að þessi niðurstaða okkar stenst
skoðun. Ég var sérstaklega ánægður með að Vilhjálmur reyndi
ekki að hafa áhrif á niðurstöður okkar eða efnistök, og það
efldi mig í þeirri trú að hugsanlega væri hægt að hafa áhrif
þótt maður hefði ekki farið í hundrað partí
með ungum sjálfstæðis mönnum eða unnið
fyrir og með atvinnu pólitíkusum flokksins.
Þessi skýrsla fékk meiri athygli en margur
hugði, og þá sérstaklega kaflinn um uppgjör
og lærdóm. Fyrstu viðbrögð Geirs H. Haarde
við skýrslunni og innihaldi hennar voru að
spyrja hver þessi maður (ég) væri eiginlega
– hann þekkti mig ekki neitt. Maðurinn,
ekki boltinn. Viðbrögð Davíðs voru þau að
gera hana að umtalsefni í skemmtidagskrá
á landsfundi Sjálfstæðis flokksins 2009.
Pungspark í alla þá sem höfðu lagt á sig
mikla vinnu til að gera flokknum gagn, rétta
af kúrsinn, leiðrétta augljóst rugl og reyna að
marka flokknum stefnu til framtíðar.
Þetta voru kaldar kveðjur, en kannski að einhverju leyti
skiljanlegar, frá manni sem bar ábyrgð á mörgum þeirra
ákvarðana sem annaðhvort voru teknar eða voru ekki teknar.
flokkurinn verður að viðurkenna mistök
En eitt af því sem Davíð veit ekki, eða skilur ekki, er að til
að hann og Sjálfstæðisflokkurinn fái notið sannmælis og fái
viðurkenningu á því að í stjórnartíð hans varð mikil og góð
uppbygging grunnþjónustu, innviða samfélagsins, ríkis-
sjóður varð skuldlaus að kalla, á margan hátt ríkti velmegun
og velsæld – þá verður líka að tala hreint út um mistök og
rangar ákvarðanir.
Því það er rétt að það var margt mjög gott gert í 18 ára
samfelldri stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Ef við sjálfstæðis-
menn tölum ekki skýrar og hærra um þessi mál, þá fáum við
„Enda er ekkert í
stefnu Sjálfstæðis-
flokksins né
landsfundar-
ályktunum um að
afhenda beri eftir
flokks línum sér-
völdum gæðingum
ríkiseignir fyrir
lítinn pening – þvert
á samþykkt ferli. “