Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 59
06/06 pistill þegar minnsta læk eða andvarp í óléttri konu getur sett allt á annan endann, að minnsta kosti í veröld hennar sjálfrar – sem vill gleymast í allri netfíkninni. Ég hef ekki töluna á öllum vandræðunum sem ég hef komið mér í á Facebook, oft í algjöru sakleysi þegar Facebook-vinir mínir misskilja kæruleysislegar vangaveltur á versta veg. Hugarangrið hefur verið svo mikið að það yfir- skyggir kostina: Allt skemmtilega spjallið, hamingjuóskirnar, góðu póstana frá dásamlega hlýju fólki, gamla vini sem koma í leitirnar og vini í útlöndum sem hefðu ellegar glatast, að ógleymdum vinum sem ég hef kynnst á Facebook. austur-Þýskaland nútímans Það er bara ekki hægt að lifa við að þarna úti geti fólk talið lækin mín til að deila þeim í réttar og rangar skoðanir – eða það sem verra er: gera mér upp skoðanir; hugsanlegir pedófílar geti skoðað myndir af barninu mínu og misvitrar mannvitsbrekkur farið yfir löngu liðnar skoðanir mínar meðan tölvan tifar eins og tímasprengja og bíður þess eins að ég sprengi hana með næstu færslu, bara af því að einhver skilur ekki húmorinn manns eða nennir ekki að lesa tvær setningar í samhengi. Nú hljóma ég taugaveikluð en veröld Facebook er þannig að það er fyllsta ástæða til þess að vera vör um sig. Spyrjið bara suma þýska vini mína sem forðast í lengstu lög að skrifa statusa á Facebook. Einhver sagði að mörgum Þjóðverjum væri sérstaklega umhugað um persónuupplýsingar eftir sára reynsluna í fyrrverandi Austur-Þýskalandi. Kannski maður ætti að taka sér þá til fyrirmyndar í stað þess að biðja Kristin Hrafnsson um að vera vin sinn bara því það er svo asnalegt að herveldi haldi skýrslur yfir Facebook-vini hans. Ég býst við að þessi sjálfhverfi pistill seðji statusþörf mína þessa vikuna. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég byrjað daginn á að skrifa status. Í dag myndi ég skrifa: Ég heiti Auður, ég er Facebook-fíkill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.