Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 41

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 41
02/07 viðtal H andboltakappinn og fyrrverandi landsliðs- maðurinn Hannes Jón Jónsson hefur iðkað íþrótt sína sem atvinnumaður erlendis um árabil. Hann hefur átt farsælum ferli að fagna með liðum í Danmörku, Noregi, Spáni og Þýska- landi, en atvinnumannaferillinn hófst af alvöru árið 2005. Hann býr nú ásamt eiginkonu sinni Hörpu Jóhannsdóttur og tveimur börnum, Sólveigu Birtu sem er fjögurra ára og Jóhanni Úlfi sem er tveggja ára, í bænum Eisenach í Þýska- landi þar sem hann leikur með samnefndu handknattleiksliði bæjarins. Bærinn er nánast í miðju landsins, í svokölluðu auga Þýskalands, og telur um fimmtíu þúsund manns sem styðja dyggilega við bakið á handboltaliðinu. „Það er mikil stemmning í kringum liðið, enda er handboltinn eiginlega það eina sem bærinn hefur fyrir utan Opel-verksmiðjuna,“ segir Hannes. Hannes Jón er nú að spila annað tímabil sitt með Eisenach. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, en þá tryggði liðið sér sæti í efstu deild, Bundesligunni. Hannes lék um tíma sem fyrirliði liðsins eftir að aðalfyrirliði liðsins meiddist. á batavegi eftir krabbamein Frammistaða Hannesar með Eisenach á síðasta tímabili er einstök í ljósi þess að hann greindist með krabbamein á haustmánuðum árið 2012, en þrjú illkynja æxli voru fjarlægð úr þvagblöðru hans í október það ár. Hannes lét veikindin og lyfjagjöf í kjölfarið ekki aftra sér og sneri aftur á völlinn í byrjun árs 2013. Hann er undir stöðugu eftirliti lækna vegna krabbameinsins. „Staðan er bara mjög góð. Ég er í fimm ára prógrammi og á fjögur skipti eftir í lyfjagjöf. Ég fer á þriggja mánaða fresti í tékk, er svæfður og skoðaður í bak og fyrir. Ef allt gengur vel mun eftirlitið breytast þannig í haust að framvegis mæti ég á sex mánaða fresti í tékk. Þannig verður fyrirkomulagið svo í þrjú ár. Ef krabbameinið helst niðri að þeim tíma liðnum, eða fimm ár eftir aðgerðina eru líkurnar á að ég fái viðtal Ægir Þór Eysteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.