Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 41
02/07 viðtal
H
andboltakappinn og fyrrverandi landsliðs-
maðurinn Hannes Jón Jónsson hefur iðkað
íþrótt sína sem atvinnumaður erlendis um
árabil. Hann hefur átt farsælum ferli að fagna
með liðum í Danmörku, Noregi, Spáni og Þýska-
landi, en atvinnumannaferillinn hófst af alvöru árið 2005.
Hann býr nú ásamt eiginkonu sinni Hörpu Jóhannsdóttur
og tveimur börnum, Sólveigu Birtu sem er fjögurra ára og
Jóhanni Úlfi sem er tveggja ára, í bænum Eisenach í Þýska-
landi þar sem hann leikur með samnefndu handknattleiksliði
bæjarins. Bærinn er nánast í miðju landsins, í svokölluðu
auga Þýskalands, og telur um fimmtíu þúsund manns sem
styðja dyggilega við bakið á handboltaliðinu. „Það er mikil
stemmning í kringum liðið, enda er handboltinn eiginlega
það eina sem bærinn hefur fyrir utan Opel-verksmiðjuna,“
segir Hannes.
Hannes Jón er nú að spila annað tímabil sitt með
Eisenach. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar
á síðasta tímabili, en þá tryggði liðið sér sæti í efstu deild,
Bundesligunni. Hannes lék um tíma sem fyrirliði liðsins eftir
að aðalfyrirliði liðsins meiddist.
á batavegi eftir krabbamein
Frammistaða Hannesar með Eisenach á síðasta tímabili er
einstök í ljósi þess að hann greindist með krabbamein á
haustmánuðum árið 2012, en þrjú illkynja æxli voru fjarlægð
úr þvagblöðru hans í október það ár. Hannes lét veikindin
og lyfjagjöf í kjölfarið ekki aftra sér og sneri aftur á völlinn í
byrjun árs 2013. Hann er undir stöðugu eftirliti lækna vegna
krabbameinsins.
„Staðan er bara mjög góð. Ég er í fimm ára prógrammi og
á fjögur skipti eftir í lyfjagjöf. Ég fer á þriggja mánaða fresti
í tékk, er svæfður og skoðaður í bak og fyrir. Ef allt gengur
vel mun eftirlitið breytast þannig í haust að framvegis mæti
ég á sex mánaða fresti í tékk. Þannig verður fyrirkomulagið
svo í þrjú ár. Ef krabbameinið helst niðri að þeim tíma
liðnum, eða fimm ár eftir aðgerðina eru líkurnar á að ég fái
viðtal
Ægir Þór Eysteinsson