Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 43

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 43
04/07 viðtal meinið aftur hverfandi og í raun þær sömu og að heilbrigður einstaklingur fái krabbamein.“ Hannes er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa verið búsettur í Þýskalandi þegar veikindin létu á sér kræla. „Ég er eiginlega ekki jafn þakklátur fyrir neitt í heiminum. Ég hef svo sem ekki nýtt mér mikið heilbrigðiskerfið heima á Íslandi, fyrir utan að fæðast þar, en það eru á sveimi alls kyns draugasögur um heilbrigðisþjónustuna þar. Þegar þeir fundu eitthvað inni í mér hér, sem þeir vissu meira að segja ekki hvað var þá, var ég kyrrsettur á spítala og fékk ekki einu sinni að fara með bílinn heim til konunnar. Umönnunin og eftirfylgnin hér hefur verið algjörlega fram- úrskarandi,“ segir Hannes. mistök sem hefðu getað orðið dýrkeypt En þrátt fyrir öflugt heilbrigðiskerfi í Þýska- landi geta alls staðar orðið mistök. Ein slík á sjúkrahúsinu í Eisenach hefðu getað orðið afdrifarík, því þau leiddu til þess að Hannes var nær dauða en lífi. Hannes hefur líkt og margir aðrir handboltamenn verið að kljást við meiðsli í öxlum. Hægri öxlin á honum var til að mynda skorin upp árið 1998. „Það eru allir handboltamenn með eitthvert axlavesen. Eftir veikindin í fyrra fór ég aftur af stað á milljón. Ég át verkjalyf til að halda verkjum niðri og þjösnaðist á búknum til að koma honum í gang. Mér var helvíti illt í öxlinni og læknar sáu að þar var einhver skemmd en mér var ráðlagt að láta ekki skera í hana fyrr en að loknum ferlinum. Hættan væri sú að öxlin myndi missa styrk eftir aðgerð, og maður er ekkert að hætta á slíkt þegar farið er að síga á síðari helminginn á ferlinum.“ Hannes tók verkjalyf til að halda meiðslunum niðri en var síðan sprautaður í öxlina í desember, nánar tiltekið á laugardegi. Þá var verkurinn í öxlinni farinn að há Hannesi mjög mikið. Hann hélt svo til Minden sama dag í heimsókn til línumannsins Vignis Svavarssonar, félaga síns úr lands- liðinu, ásamt syni sínum. „Ég át verkjalyf til að halda verkjum niðri og þjösnaðist á búknum til að koma honum í gang.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.