Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 33

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 33
02/05 atvinnumál t ugmilljóna uppbygging víða á landsbyggðinni er í óvissu eftir niðurskurð fjárveitinga til íslenskra samkeppnissjóða og nýsköpunarfyrirtækja og afturköllun svokallaðra IPA-styrkja. Þetta hefur komið illa við einstaklinga og fyrirtæki sem unnið hafa að verkefnum sem miða að því að efla atvinnu- starfsemi, nýsköpun og verðmætaaukningu afurða í heima- byggð. Niðurskurðurinn er á skjön við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í vor. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land og vilji ríkis- stjórnarinnar sé að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjölga störfum úti á landi. Matís er eitt þeirra fyrirtækja sem gert höfðu áætlanir um enn frekari uppbyggingu á lands- byggðinni en þarf nú að draga saman seglin vegna breyttra aðstæðna í Evrópusambandsmálum. Óljóst er hvað verður um þau verkefni sem ráðist átti í. Samkvæmt IPA-landsáætlun fyrir árið 2012 fékk Matís samþykkta fjárveitingu upp á tæplega 1,5 milljónir evra, eða tæpar 240 milljónir íslenskra króna, í verkefni tengd at- vinnu- og byggðaþróunarmálum. Matís átti að fá styrk fyrir þrjú verk efni í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni. Um 79 milljónir áttu að renna í þörungagarð á Reykjanesi, 80 milljónir í uppsjávarsmiðju á Austurlandi og um aðrar 80 milljónir átti að nota í umhverfisvæna nýsköpun á Breiðafjarðarsvæðinu. Nú hafa aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hins vegar stöðvast og því verður ekkert úr IPA-fjármögnun til þeirra íslensku verkefna sem voru á landsáætlun. 6©UK¦õQJ­DXNQXYLU°L Matís hefur meðal annars sérhæft sig í að auka virði sjávar- fangs. Til stóð að hefja mikla uppbyggingu á Snæfellsnesi og Patreksfirði í tengslum við fiskeldi í Breiðafirði og þegar höfðu verið hafnar rannsóknir sem miðuðu að því að há- marka nýtingu fóðurs. Slíkt getur skapað umtalsverð verð- mæti í fiskeldi. Auk þess hafa líftæknirannsóknir á svæðinu atvinnumál María Skúladóttir, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir og Edda Sif Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.