Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 71

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 71
02/04 vÍsinDi takmarkaðar upplýsingar Þessum tilkynningum lögreglu fylgir yfirleitt ein mynd í frekar litlum gæðum þar sem lýsingin er slæm og viðkom- andi horfir beint framan í myndavélina (sjá til dæmis þennan lista bandarísku alríkislögreglunnar). Vandamálið er að vísindarannsóknir benda til að við séum ekkert sérlega góð í að bera kennsl á fólk út frá svona takmörkuðum upplýsingum. Ef við sjáum einungis eina mynd af manneskju eigum við í vandræðum með að þekkja hana frá öðru sjónarhorni. Það reynist okkur líka erfitt að bera kennsl á manneskjuna í öðrum aðstæðum en myndin sýnir, til dæmis ef lýsingunni er breytt. Þetta hafa margir krakkar skemmt sér við að sannreyna með því að lýsa neðan á andlitið með vasaljósi í myrkvuðu herbergi, en þá er eins og viðkomandi breytist jafnvel í allt aðra og heldur óhugnanlegri manneskju. Meira að segja það að einhver taki niður gleraugun eða breyti um hárgreiðslu eða háralit getur gert manni erfitt um vik að þekkja viðkom- andi aftur. Það vakti til að mynda nokkra athygli þegar það að skeyta saman hári og andlitsumgjörð Bjarna Benedikts- sonar og andliti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gerði það að verkum að útkoman varð ískyggilega lík Ásgeiri Kolbeinssyni fjölmiðlamanni. „sniðugar“ aðferðir geta reynst varasamar Hver dagur þar sem barn er týnt einhvers staðar í burtu frá heimili sínu, oft í heimi fíkniefna, skiptir máli fyrir bæði það og fjölskyldu þess. Það skiptir máli að týndu börnin finnist fljótt og því ætti ekki að horfa framhjá ofangreindum vanköntum á tilkynningum lögreglu. Til allrar mildi finnast börn hér á landi þó yfirleitt innan fáeinna daga eða vikna. Til eru dæmi um að börn finnist ekki þrátt fyrir að mörg ár séu liðin frá hvarfi þeirra. Þekktasta tilfellið er án mikils vafa hvarf Madeleine McCann árið 2007, en hún var þá rétt tæplega fjögurra ára. Þar sem ekkert spurðist til Madeleine í mörg ár var gripið til þess ráðs að búa til nýja mynd af henni eins og talið var að hún myndi líta út níu ára gömul. Þetta var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.