Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 75
02/03 Kjaftæði
skilningarvita minna. (Núna væri ég til í að vera fluga á vegg
ákveðinna fýlupúka sem eru á vinalistanum mínum og eru að
lesa þennan pistil.)
Reiði er föst stærð
En nú þegar ég nálgast fertugsaldurinn, þar sem ég hef fylgst
með þjóðfélagsumræðunni frá unga aldri, þá sérstaklega
hvernig hún hefur mótast á tímum internets, megabæta,
bloggs og virkra í athugasemdum, tel ég mig vera búinn
að átta mig á henni. Ég tel mig vera tilbúinn að setja fram
tilgátu. Hún er þessi:
Við venjulegar kringumstæður er magn reiði í sam-
félaginu á hverjum tíma föst stærð.
Með öðrum orðum: Það eru alltaf
einhverjir reiðir út af einhverju, alveg sama
hversu mikið tilefni er til að vera reiður. Nú
tek ég fram að það má vera reiður, og vissu-
lega er tilefni til að vera reiður yfir ýmsu sem
gerist. Til að mynda skil ég að mörgu leyti
reiðina sem var ríkjandi haustið 2008, þegar
fjármálakerfið hrundi, þó að sú reiði hafi
reyndar gengið út í öfgar á köflum. En öðrum stundum er eins
og sumir séu að leita sér að einhverju til að vera reiðir yfir.
Þannig er eins og það sé alltaf sama reiðin í þjóðfélaginu
en hún leiti í ákveðin málefni. Hún hagar sér eins og orka,
en eins og við eðlisfræðispekingarnir vitum er ekki hægt að
eyða orku, bara breyta formi hennar.
aragrúi dæma
Það er auðvitað aragrúi dæma um þessa reiði. Áhugasömum
bendi ég á að opna Facebook, sem ég hef talað um. Væntan-
lega þarf ekki að skruna lengi til að finna gott dæmi. Einnig
gæti ég nefnt nokkra fjölmiðla, sem og nokkra valinkunna
andans einstaklinga sem býsnast yfir öllum og öllu á Face-
book. Ég þori að sjálfsögðu ekki að nafngreina þessa fjöl-
miðla og einstaklinga, af ótta við að fá minn skerf í næstu
reiðiúthlutun.
„Ég legg til að í
stað þessa reiði-
kvótakerfis verði
komið á sérstöku
sóknardagakerfi.“