Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 63

Kjarninn - 16.01.2014, Blaðsíða 63
04/04 lÍfsstÍll Ennisljós tryggir greiða för þótt myrkur sé og hálku- broddar tryggja öryggi göngumanna en á þeim ætti samt enginn að fara nema upp að Steini. Vilji menn fara upp á Þverfellshornið í broddafæri er nauðsynlegt að hafa jökla- brodda og ísöxi og kunna að beita hvorutveggja. fólk geysist áfram Margir þekkja þá algengu viðmiðun að sá sem komist upp að Steini á klukkutíma eða minna sé vel fær til þess að ganga á Hvannadalshnúk eða ámóta erfið og há fjöll. Þess vegna mætir maður oft fólki sem geysist áfram einbeitt á svip og er með augað á klukkunni. Slíkar tímatökur eru oftast miðaðar við eystri leiðina, sem er ögn lengri. Þegar heim er komið skrifa menn stundum á Facebook: „Fór upp að Steini…“ og setja tölu (t.d. 55) í sviga fyrir aftan. Á Facebook er einnig afar vinsælt að setja mynd af sér við Steininn með Reykjavík í baksýn. Á Facebook er einnig hægt að finna hóp sem heitir Esju- vinir og er skipaður mönnum sem ganga á Esjuna 100-200 sinnum á ári. Þeir telja ekki með ferðir upp að Steini heldur aðeins ferðir alla leið á Þverfellshorn. Margar rannsóknir sýna að hressandi fjallganga skil- ar víðtækari árangri en að hlaupa á bretti í ræktinni sem hamstur í hjóli með augun á skjá og tónlist í eyrum. Ganga í ójöfnu landi þjálfar mun fleiri vöðvahópa, vindurinn og kuldinn reyna á líkamsstarfsemi með flóknari hætti og ein- veran og náttúran í fjallinu veita sálinni næringu sem fæst ekki í manngerðu umhverfi. Þannig eru áhrifin af fjallgöngu mun víðtækari og flóknari en ferð í ræktina. Það er auðvelt að verða þátttakandi í samfélaginu í Esjunni. Þeir sem ekki yrða á samborgara sína á mal bikinu að jafnaði bjóða góðan dag að fyrra bragði í fjallinu. Ef maður stoppar og tekur undir kveðjuna hefjast strax sam- ræður um búnað, fatnað, aðstæður eða veðrið og ferðalangur fer af fundinum með gleði í hjarta og fróðleiksmola í kaup- bæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.