Kjarninn - 30.01.2014, Qupperneq 9

Kjarninn - 30.01.2014, Qupperneq 9
03/04 Dómsmál í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem eignarnáms- bæturnar runnu til Þorsteins Hjaltested, sem ekki var réttmætur eigandi jarðarinnar samkvæmt dómi Hæstaréttar. tæplega tíu milljarðar Erfingjar dánarbúsins telja, á grundvelli dóms Hæstaréttar, að Kópavogsbær skuldi tæplega níu milljarða króna í eignarnámsbætur vegna upp- byggingar á Vatnsenda, að viðbættum vöxtum. Sam- tals nemur upphæðin um tíu milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Kjarnans er fjárhagsstaða Þorsteins í uppnámi, þar sem hann hefur tapað nær öllu fé sínu og eignum. Þorsteinn hefur oft verið á listum yfir ríkustu menn landsins og var hann meðal annars sá einstaklingur sem var gert að greiða hæst opinber gjöld árið 2010, 162 milljónir. Nú hefur Sýslumaðurinn í Kópavogi gert fjárnám upp á ríflega 550 milljónir króna í eignum „Eignarnámið var ekki rétt framkvæmt, í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem eignarnáms bæturnar runnu til Þorsteins Hjaltested, sem ekki var réttmætur eigandi jarðarinnar samkvæmt dómi Hæstaréttar.“ Telur KópaVog eiga landið alVeg óHáð deilum erfingja Kjarninn sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra í Kópavogi fyrirspurn vegna málefna er tengjast Vatnsenda. Hvernig horfir þetta mál við þér, skuld- ar Kópavogsbær dánarbúinu milljarða, og er samkomulag sem bærinn gerði við Þorstein Hjaltested ekki ólöglegt og marklaust í ljósi niðurstöðu Hæsta- réttar í fyrrnefndu ágreiningsmáli? „Það liggur fyrir að Kópavogsbær hefur tekið land úr jörðinni Vatnsenda eignarnámi í fjögur skipti nánar tiltekið árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Jafnframt tók Reykjavíkurborg eignarnámi land úr jörðinni árið 1988 á grundvelli sérstakra laga frá Alþingi. Eðli málsins samkvæmt var eignarnáms- bótum í öllum tilvikum ráðstafað til þinglýsts eiganda á hverjum tíma. Sveitarfélögin máttu að sjáfsögðu treysta því að þinglýs- ingarbók væri rétt um eignarhaldið. Kópavogs bær vill árétta að bærinn er eigandi að því landi sem hann hefur tekið eignarnámi úr Vatnsenda á síð- ustu tveimur áratugum. Eignarnámin fóru fram samkvæmt eignarnáms- heimild ráðherra og beindust að þeim aðila sem þinglýsingarbók tilgreindi sem eiganda. Staðan er vissulega flókin en þó fyrst og fremst milli erfingja dánarbúsins. Til að mynda liggur ekki enn fyrir hvernig eignum búsins verður ráðstafað, þar með talið jörðinni. Lögmenn bæjarins hafa verið í góðum samskiptum við skiptastjóra dánarbúsins og legg ég áherslu á að svo verði áfram.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.