Kjarninn - 30.01.2014, Side 16

Kjarninn - 30.01.2014, Side 16
05/10 Húsnæðismál Flestar íbúðir sjóða GAMMA eru í miðbæ Reykjavíkur, í póstnúmeri 101, um sjötíu talsins. Svipaður fjöldi, tæplega sjötíu íbúðir sjóðanna, er í austurhluta borgarinnar, í póst- númerum 104 og 105, og á þriðja tug íbúða í Vesturbænum. Þá eiga sjóðirnir fjörutíu íbúðir í Hafnarfirði, 55 íbúðir við Vindakór í Kópavogi og á annan tug íbúða annars staðar í Kópavogi. Aðrar íbúðir á vegum sjóða GAMMA eru á víð og dreif um borgina. Engin merki eru um að kaupum GAMMA á íbúðar- húsnæði sé lokið. Sjóðir félagsins hafa keypt hátt í níutíu fasteignir síðan í október, en síðustu kaupsamningar voru undirritaðir í lok desember þegar sjóður á vegum GAMMA keypti sjö íbúðir. spákaupmennska vegna hækkandi íbúðaverðs Stórfelld íbúðakaup GAMMA á eftirsóttum svæðum á höfuð- borgarsvæðinu eru í takt við væntingar félagsins til hækk- andi íbúðaverðs. Í skýrslu sem unnin var í september árið 2011 af starfsmönnum félagsins og kynnt var á lokuðum fundi fyrir fjárfestum í lok árs 2011, eru væntingar félagsins til hækkandi íbúðaverðs útlistaðar. Þar var gert ráð fyrir að fasteignaverð myndi hækka um 27,5 prósent á næstu tveimur árum. Að kaupa fasteignir á tímum lægðar í hagkerfinu, eins og hefur ríkt hér á landi frá hruni, hefði í sögulegu samhengi skilað mun hærri ávöxtun eigendur og STarfSmenn gamma Gísli Hauksson er framkvæmdastjóri GAMMA, en á meðal starfsmanna félagsins auk Agnars Tómasar Möllers má nefna Ásgeir Jónsson, hagfræðing og fyrrverandi forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, Valdimar Ármann, hagfræðing og fjár- málaverkfræðing, sem átti sæti í sérfræðingahóp forsætisráðuneytisins um afnám verðtryggingar, Guðmund Björnsson verkfræðing, Sölva Blöndal hagfræðing, kenndan við rapphljómsveitina Quarashi, Jón Sigurðsson, viðskiptafræðing og fyrrverandi forstjóra FL Group, og Lýð Þór Þorgeirs- son verkfræðing, en hann starfaði um tíma hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Stærstu eigendur GAMMA eru Gísli Hauks- son og Agnar Tómas Möller en aðrir eigendur eru Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar , Volga ehf., í eigu Guðmundar Björnssonar, Valdimar Ármann og Lýður Þór Þorgeirsson. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 10. janú- ar keyptu helstu hluthafar GAMMA tæplega 27 pró- senta hlut MP Banka í félaginu á rúmar 200 milljónir króna, en miðað við það er félagið metið á rúman milljarð króna. Nýr hluthafi bættist þá í hópinn, áðurnefndur Lýður Þór, sem er framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.