Kjarninn - 30.01.2014, Page 21

Kjarninn - 30.01.2014, Page 21
10/10 Húsnæðismál viðskiptum GAMMA hækkar þannig íbúðaverð á svæðinu, sem eykur samhliða verðgildi allra eigna sjóða félagsins og þar með ávöxtun sjóðsfélaga. Þá er beinlínis hægt að halda því fram að það hafi verið hagur GAMMA að kaupa einstaka eftirsóttar íbúðir á yfirverði í þessu sambandi, eins og heimildar menn Kjarnans innan úr fasteignageiranum fullyrða. Velta verður fyrir sér hvort það þyki eðlilegt að stórir aðilar geti haft jafn mikil áhrif á jafn sveiflukenndan markað. Þá má sömuleiðis velta því fyrir sér hvort það sé viðeigandi að lífeyrissjóðirnir séu að fjármagna jafn stórtæk fasteignakaup, með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs og ekki síður verðbólgu sem hefur áhrif á leiguverð og hefur beinar afleiðingar á verðtryggðar eignir lífeyrissjóðanna. Svo ekki sé talað um álitaefnið hvort lífeyrissjóðirnir eigi yfir höfuð að taka þátt í stórtækri spákaupmennsku varðandi íbúðaverð með almannafé, sérstaklega í ljósi þess að stór fasteignafélög fóru halloka í hruninu. Þá er engin lausn í sjónmáli varðandi holskeflu nýrra fasteigna kaupenda, hvernig eigi að aðstoða þá við að koma sér þaki yfir höfuðið, sér í lagi vegna ört hækkandi leigu- og fasteignaverðs, og þess hlutfalls sem lánastofnanir krefjast til útborgunar við fasteignakaup. Hvernig á einstaklingur að geta safnað sér milljónum króna til fasteignakaupa þegar það verður bara dýrara og dýrara að draga fram lífið, leigja íbúð eða kaupa, án þess að hafa djúpa vasa til að seilast ofan í?

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.