Kjarninn - 30.01.2014, Qupperneq 35

Kjarninn - 30.01.2014, Qupperneq 35
02/06 alÞjóðamál s víþjóð hefur vakið athygli fyrir tiltölulega umburðar lynda stefnu gagnvart flóttamönnum. Hinn 3. september síðastliðinn tilkynnti sænska ríkisstjórnin að vegna þess alvarlega ástands sem ríkti í Sýrlandi yrði öllum sýrlenskum ríkis- borgurum sem sæktu um hæli veitt langtíma dvalarleyfi. Á síðasta ári fengu alls 10.379 sýrlenskir ríkisborgarar hæli í Svíþjóð. Blaðamaður fór til Svíþjóðar í október og ræddi við Palestínu menn sem áður bjuggu í Yarmouk-flóttamanna- búðunum í Damaskus í Sýrlandi. Þeir segja aðstæður Palestínu manna á vissan hátt ólíkar aðstæðum Sýrlendinga. frá yarmouk til gautaborgar Mohammad Almawed flutti til Gautaborgar til að læra leikmyndahönnun haustið 1979 og hefur búið þar síðan. Hann, Mona Abbas, kona hans, og dóttir þeirra, Magdalena Almawed, voru vön að heimsækja Sýrland á hverju ári en hafa ekki farið síðan 2010. Það sama ár opnuðu Mohammad og Mona Palestínska húsið í Gautaborg, sem þjónar þeim tilgangi að vera félagsmiðstöð fyrir Palestínumenn í borginni og fræða almenning um málefni Palestínu. Í húsinu hitti blaðamaður Mohammad, Monu og fleiri Palestínumenn sem áður bjuggu í Sýrlandi. Þau bjóða upp á kaffi og svo er sest niður við stórt hringborð. Blaðamaður biður fólkið að segja sér frá aðstæðum Palestínumanna í Sýrlandi. Allir þegja um stund. Svo ríður Jehad Haifawi, karlmaður um sextugt, á vaðið. Það var engin aðskilnaðarstefna í sýrlandi „Foreldrar mínir voru flóttamenn frá Palestínu en ég fæddist í Sýrlandi. Ég fór í háskóla þar og giftist sýrlenskri konu. Á vissan hátt er ég því Sýrlendingur. Það var engin aðskilnaðar stefna í Sýrlandi, það skipti engu máli hver var hvaðan,“ segir Jehad, sem bjó áður í Yarmouk. Búðirnar voru stofnaðar árið 1957 og eru í dag hverfi í borginni. Fólk býr í steyptum húsum, ekki tjöldum. Hverfið er þó kallað alÞjóðamál Arnhildur Hálfdánardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.