Kjarninn - 30.01.2014, Side 38

Kjarninn - 30.01.2014, Side 38
05/06 alÞjóðamál smyglararnir eru tækifærissinnar Talið berst að því hvernig hægt sé að komast frá Sýrlandi til Svíþjóðar. „Sumir fara til Tyrklands og taka þaðan flug eða fara með vörubíl. Sumir fara með skipi eða bát frá Egypta- landi til Ítalíu og keyra þaðan eða fara með lest,“ segir Mona. Hún segir þetta hættulegt ferðalag, sérstaklega ef fólk fer sjóleiðina. „Bátarnir eru oft bara litlir fiskibátar,“ segir hún. Lampedusa-slysið er öllum í fersku minni og þau segja að það sé langt frá því að öll slysin rati í fréttirnar. Magdalena segir fólk varnarlaust í bátunum. „Það tekur sjö daga að komast til Ítalíu og þau eru nánast matarlaus. Það var kona á mínum aldri sem var sykursjúk en smyglararnir hentu farangrinum hennar fyrir borð þannig að hún var án lyfja. Hún lést á þriðja degi.“ Þau hafa einnig heyrt sögur af fólki sem var skotið eða neytt til að kasta veikum börnum fyrir borð. Þau segja kostnaðinn gríðarlegan. „Fólk þarf að borga smyglurunum 8.000 evrur,“ segir Mohammad. Smyglararnir koma frá mörgum löndum „Það fer eftir því hvaðan þú vilt fara; ef þú ert í Egyptalandi eru þeir egypskir og svo fram- vegis,“ segir Mona. Þau segja smyglarana ekki gera þetta af gæsku. „Þetta eru tækifærissinnar, líklega væri best að kalla þá glæpamenn.“ frekar til líbanon en jórdaníu Þau segja marga Palestínumenn sem flýja Sýrland reyna að komast til Líbanon. Margir eigi ættingja þar eða þekki Sýr- lendinga sem eigi ættingja þar. Þá séu þar palestínskar flótta- mannabúðir á borð við Barajneh, sem margir hafi sest að í tímabundið. Jehad segir ástandið í þeim vera orðið óboðlegt. „Í mörgum húsum sem hönnuð voru fyrir eina fjölskyldu búa nú þrjár.“ Þau segja mun erfiðara að fara í gegnum Jórdaníu. Færri eigi ættingja þar og áhættan sé mikil. „Það streyma þangað menn frá Sádi-Arabíu, Katar og Sameinuðu arabísku „Fólk þarf að borga smyglurunum 8.000 evrur,“ segir Mohammad. Smyglararnir koma frá mörgum löndum „Það fer eftir því hvaðan þú vilt fara; ef þú ert í Egyptalandi eru þeir egypskir og svo framvegis.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.