Kjarninn - 30.01.2014, Page 70

Kjarninn - 30.01.2014, Page 70
03/05 fjölmiðlar vorum tilraunadýr framtíðarinnar; fyrst lögðum við línurnar og lærðum á tæknina og svo var hún sett í hendurnar á al- menningi,“ segir hann. Þorvaldur segir að sérhæfing blaðaljósmyndarans hafi miðast við að taka myndir á filmu og vinna myndina í myrkrakompu með kemískum efnum. „Á einni nóttu hvarf það, blöðin sáu sparnaðarleið og allir fóru stafrænt. Nú var allt í einu alltaf einhver sem tók myndir og sendi jafnvel frítt á blöðin; þarna fengu blöðin ógrynni af ókeypis myndum.“ Eins og víða erlendis byrjuðu blöðin að nýta sér allt þetta ókeypis flæði mynda og fóru að segja ljósmyndurum sínum upp. Þorvaldur heldur því fram að frá árinu 2004-5 sé búið að segja upp meira en helmingi af öllum blaðaljósmyndurum heims. „Citizen journalism“, eða borgaraleg blaðamennska, hefur tekið yfir, þar sem alls staðar er fólk með snjallsíma og myndavélar. „Upplýsingamiðill veraldar er síminn, sagan í dag er bara skrifuð á farsíma,“ segir Þorvaldur. gæðin hafa dalað Þorvaldur telur að gæði ljósmynda í blöðum hafi dalað mikið í kjölfarið. „Í gamla daga reyndu menn að taka táknrænar myndir, myndina sem lýsti best atburðinum. Það er horfið, núna eru myndirnar bara af mómenti, það skín í gegn að þær eru ekkert ljósmyndalega uppbyggðar og engin hugsun endurspeglast í þeim. Það er engin samfélagshugsjón í myndum lengur, enda eru blöðin að drukkna í myndum, sem gerir það að verkum að þessi „mynd“ mun aldrei finnast.“ Það hefur orðið til þess, að hans mati, að hugsun breytist hjá ljós- myndurum og ritstjórum blaða, sem nú birta myndir sem áður töldust ekki birtingahæfar. Hann tekur dæmi af hinni frægu ljósmynd af manninum sem stóð fyrir framan skriðdrekana á Torgi hins himneska friðar í Kína árið 1989, þar sem herinn skaut þúsundir manna. „Þessi mynd táknar ákveðinn atburð, þarna stendur hann einn á móti heimsveldi. Hvernig heldurðu að þessi atburður hefði verið myndaður ef allir hefðu verið með símana á lofti? Það hefði ekki náðst svona táknræn mynd, hún hefði drukknað í fjölda mynda,“ segir Þorvaldur.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.