Kjarninn - 30.01.2014, Side 71

Kjarninn - 30.01.2014, Side 71
04/05 fjölmiðlar Í dag er enginn staður í heiminum sem ekki er hægt að mynda. Jafnvel lönd sem hafa reynt að banna aðgang ljós- myndara geta nú ekki varist því að allt verði myndað á síma og stafrænar vélar og sent jafnóðum á hraða ljóssins á netið. Myndbandspptökur frá borgurum eru einnig mikið notaðar og er ljósmyndari framtíðarinnar með upptökuvél, en einn rammi úr upptöku er í dag í nógu miklum gæðum til að vera nothæfur til birtingar í dagblaði. Þannig geturðu slegið tvær flugur í einu höggi; átt bæði lifandi myndir af atburðinum og eins fryst einn og einn ramma. <õUPLJULJQGLVY­YLU°LQJXP Ragnar Axelsson (RAX), sem hefur verið ljósmyndari á Morgunblaðinu síðan hann var unglingur, hefur ekki farið varhluta af breytingunum sem hafa átt sér stað, bæði í fjöl- miðlageiranum almennt svo og í blaðaljósmyndun. Ragnari finnst að blöðin mættu standa sig betur í að halda sínu striki og sinna kúnnum sínum með því að hafa áfram gæða- myndir í blaðinu. „Ég er búinn að upplifa ofboðslega góða tíma, jákvæða, þar sem ég fékk að gera eitthvað skapandi, en núna er þetta búið að breytast mikið síðustu ár,“ segir hann. fækkar stöðugt Víða erlendis hefur ljósmynd- urum á fjölmiðlum verið sagt upp í hrönnum. Á tæpum tíu árum er búið að segja upp helmingi þeirra.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.