Kjarninn - 30.01.2014, Page 78

Kjarninn - 30.01.2014, Page 78
06/06 MarkaðsMál bjór og hreinlætisvörur. Af hverju eru ekki fleiri góðar auglýsingar gerðar fyrir fyrirtækin sem hafa mest ítök, mestan pening og hafa hugsanlega mestu þörfina fyrir góða umfjöllun? Eins og banka og upplýsingatæknifyrirtæki? Ég held að þetta gangi allt í bylgjum. Á tímabili voru allar tryggingaauglýsingar ömurlegar en á síðustu tíu árum hafa nánast öll tryggingafélög sem ég veit um gert eitthvert skemmtilegt efni. Fram að áttunda áratugnum voru bjór auglýsingar líka almennt lélegar. Ég efast samt því miður um að bankar eigi eftir að brjótast úr viðjum meðalmennskunnar. Hver er besta auglýsing allra tíma að þínu mati? Sem textasmiður er ég alltaf hallur undir Apple- auglýsinguna Think Different sem Steve Jobs hjálpaði til við að semja. „Here’s to the crazy ones…!“ Ég er líka hrifinn af nokkrum stórum erlendum bjórauglýsingum eins og „Big Ad“ og „Beer Chase“ sem báðar voru gerðar fyrir Carlton Draught. Luke Sullivan heldur fyrirlestur á Hótel Nordica fimmtu- daginn 30. janúar. Hér verður hægt að nálgast fyrirlesturinn: www.hvita- husid.is/luke

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.