Kjarninn - 30.01.2014, Side 84

Kjarninn - 30.01.2014, Side 84
02/03 Kjaftæði af þessari dýraást, því enn þann dag í dag get ég ekki litið í hina áttina verði rammvilltur og niðurrigndur ánamaðkur á vegi mínum. Skiptir þá engu þótt ég sé í hópi fólks í drakt og á hælum. Mér þykir einfaldlega vænt um dýr og er innilega ekki sama um velferð þeirra. Það er ekki þjóðerniskenndin sem er að buga mig þegar kemur að hvalkjötsáti eða það að ég „láti enga fjandans útlendinga segja mér hvað ég megi og hvað ekki“. Hvalkjöt er einfaldlega gott, það er hollt og ég er hlynnt hvalkjötsáti einmitt vegna þess að ég er bæði dýra- og mannvinur. Kjúlli gegn hval Í hugum okkar sem teljum okkur til dýravina er ekki nóg að eitthvað sé bæði hollt og gott. Það skiptir líka máli að vel sé farið með dýr meðan þau lifa og vel sé staðið að slátrun þeirra. Hvort mynduð þið vilja vera hvalur eða kjúklingur? Ég myndi velja að vera hvalur og synda frjáls um heimsins höf. Æfa gosbrunninn minn og láta ferðamenn mynda mig í fallegum dýfum. Vissulega eru sigrar og sorgir líka neðansjávar og alltaf einhver hætta á að ég endi sem steik í grillpartíum. Velji ég hins vegar að vera kjúklingur eru yfirgnæfandi líkur á að ég endi í þröngu verksmiðjubúi, velferð mín upp á náð og miskunn starfsmanna þar komin, og alveg víst að ég endi í umbúðum í stórmarkaði. leður og loðskinn Reglulega lendi ég samræðum (þegar ég segi samræður á ég við að ég ræði og annar hlustar) við mér meiri dýravelferðar- sinna. Þeir tilkynna mér hátíðlega, íklæddir leðurskóm og loðkraga, að þeir myndu aldrei láta hvalkjöt inn fyrir sínar varir. Ég efast ekki um það eitt augnablik að hvalir séu skynugar skepnur, en það á líka við um önnur dýr sem við borðum eða nýtum í leður eða loðskinn. Ég sé ekki muninn á hval eða kú – og hafandi alist upp í sveit hef ég þekkt margar „Hvort mynduð þið vilja vera hvalur eða kjúklingur? Ég myndi velja að vera hvalur og synda frjáls um heimsins höf.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.