Kjarninn - 27.02.2014, Side 14

Kjarninn - 27.02.2014, Side 14
06/07 Efnahagsmál augljós liður í áætlun stjórnvalda að losa sig við „óþægi- legan“ seðlabankastjóra. Viðmælendur Kjarnans segja ummæli forsætisráðherra hafa slegið starfsfólk bankans illa. Starfsfólk sé upp til hópa mjög sárt vegna þeirra og telji þau ómakleg. Lítil stemmning sé á meðal þess að fara aftur að vinna í álíka umhverfi og tíðkaðist innan bankans fyrir efnahagshrun. Starfsmennirnir benda á þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á undanförnum árum máli sínu til stuðn- ings. Á þeim fimm árum sem liðin séu frá því að núverandi peningamálastefnunefnd Seðlabankans hafi tekið við hafi verðbólga hjaðnað umtalsvert, atvinnuleysi minnkað og á síðasta ári hafi mælst hér á landi þriggja prósenta hagvöxtur, sem sé mesti hagvöxtur á meðal vestrænna þjóða. Kjarninn hefur heimildir fyrir því að lykilstarfsmenn innan bankans séu á meðal þeirra starfsmanna sem íhugi að segja starfi sínu lausu vegna væringanna. Þeir, eins og aðrir starfsmenn bankans, ætla hins vegar að bíða og sjá hvað verður. Vegið að trúverðugleika bankans Heimildarmenn Kjarnans segja að ummæli forsætisráðherra hafi vegið að trúverðugleika bankans. Þau geri bankanum erfitt um vik að stunda trúverðuga og sjálfstæða peninga- stefnu með ummælin hangandi yfir sér. Þá sé peningastefna hans í veikri stöðu eftir þau, því möguleg lækkun hans á stýrivöxtum verði túlkuð sem svo að bankinn sé að þóknast stjórn- völdum. Þá verði skrefin sömuleiðis þung bankanum ef til komi hækk- un á stýrivöxtum. Ummælin séu vanhugsuð og setji bankann í mjög erfiða stöðu. Þá velta heimildarmenn Kjarnans

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.