Kjarninn - 27.02.2014, Page 21

Kjarninn - 27.02.2014, Page 21
05/05 Stjórnmál gagnrýndi tillöguna harðlega, bæði hvað varðaði efni og ekki síður orðalag. Sagði hann tillöguna „óboðlega“ og ekki tæka til að undirbyggja ákvörðun stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður flokksins, var einnig gagnrýninn á tillöguna og sagði að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að draga tillöguna „að öllu leyti“ til baka. Gunnar Bragi kallaði fram í ræðu Steingríms að hann væri í það minnsta ekki að segja þinginu ósatt. Steingrímur snöggreiddist við þetta og bað forseti Alþingis, sem þá var Valgerður Gunnarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins, þingmenn um að gæta orða sinna. Gunnar Bragi bað Stein- grím síðar afsökunar á orðum sínum. Þingsályktunartillagan bíður þess enn að vera samþykkt formlega af Alþingi, en allt útlit er fyrir að það gerist fyrr en seinna, í ljósi þess að afgerandi stuðningur er við hana í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.