Kjarninn - 27.02.2014, Page 30

Kjarninn - 27.02.2014, Page 30
02/06 Efnahagsmál r íkisstjórnin hefur virkjað áætlun sína um afnám gjaldeyrishafta. Hún var virkjuð í haust. Um þetta var upplýst í vikunni. Áætlunin verður ekki birt opinberlega, þar sem forsætisráðherra telur slíkt þjóna hagsmunum vogunarsjóða og annarra kröfuhafa, enda er uppgjör föllnu bankanna lykil- atriði í áætluninni. Verið er að bíða eftir mati Seðlabanka Íslands á greiðslu- jöfnuði og þegar það liggur fyrir ætti framkvæmdarhluta áætlunarinnar að vera hrint af stað. Samkvæmt heimildum Kjarnans er matið í lokavinnslu og verður afhent innan skamms. Það er skilgreint sem vinnugagn og verður ekki birt opinberlega. Það ætti því að vera stutt í að ríkisstjórnin sýni á spilin. Búist er við að það gerist í lok mars eða byrjun apríl og þá mun afstaða til nauðasamnings umleitana föllnu bank- anna verða kynnt. Mun ríkisstjórnin fara samningsleið við kröfuhafa þar sem þeir gera nauða- samning og fá að leysa til sín erlendar eignir gegn því að gefa frá sér stærstan hluta krónueigna, eða verða gömlu bankarnir settir í gjaldþrot og kröfuhöfum borgað út í íslenskum krónum? Ljóst er að sú leið sem verður valin mun móta íslenskan veruleika um ókomna tíð. ráðamenn halda áætlunum sínum nærri sér Það kom flestum, sérstaklega þingheimi, í opna skjöldu þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, upplýsti um það á fundi í Valhöll á þriðjudag að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefði verið virkjuð í haust. Það kom þeim sömu líka mikið á óvart að skipaður hefði verið sérstakur ráðgjafahópur um afnám gjaldeyris- hafta. Pólitískur samráðshópur um afnám hafta, sem full- trúar allra kjörinna flokka sitja í, kannast í það minnsta við hvorugt. Sigmundur Davíð sagði að þeir þyrftu einfaldlega að mæta á fundi til að fá upplýsingar. Fulltrúarnir kannast Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson „Það ætti því að vera stutt í að ríkisstjórnin sýni á spilin. Búist er við að það gerist í lok mars eða byrjun apríl.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.