Kjarninn - 27.02.2014, Síða 30

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 30
02/06 Efnahagsmál r íkisstjórnin hefur virkjað áætlun sína um afnám gjaldeyrishafta. Hún var virkjuð í haust. Um þetta var upplýst í vikunni. Áætlunin verður ekki birt opinberlega, þar sem forsætisráðherra telur slíkt þjóna hagsmunum vogunarsjóða og annarra kröfuhafa, enda er uppgjör föllnu bankanna lykil- atriði í áætluninni. Verið er að bíða eftir mati Seðlabanka Íslands á greiðslu- jöfnuði og þegar það liggur fyrir ætti framkvæmdarhluta áætlunarinnar að vera hrint af stað. Samkvæmt heimildum Kjarnans er matið í lokavinnslu og verður afhent innan skamms. Það er skilgreint sem vinnugagn og verður ekki birt opinberlega. Það ætti því að vera stutt í að ríkisstjórnin sýni á spilin. Búist er við að það gerist í lok mars eða byrjun apríl og þá mun afstaða til nauðasamnings umleitana föllnu bank- anna verða kynnt. Mun ríkisstjórnin fara samningsleið við kröfuhafa þar sem þeir gera nauða- samning og fá að leysa til sín erlendar eignir gegn því að gefa frá sér stærstan hluta krónueigna, eða verða gömlu bankarnir settir í gjaldþrot og kröfuhöfum borgað út í íslenskum krónum? Ljóst er að sú leið sem verður valin mun móta íslenskan veruleika um ókomna tíð. ráðamenn halda áætlunum sínum nærri sér Það kom flestum, sérstaklega þingheimi, í opna skjöldu þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, upplýsti um það á fundi í Valhöll á þriðjudag að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefði verið virkjuð í haust. Það kom þeim sömu líka mikið á óvart að skipaður hefði verið sérstakur ráðgjafahópur um afnám gjaldeyris- hafta. Pólitískur samráðshópur um afnám hafta, sem full- trúar allra kjörinna flokka sitja í, kannast í það minnsta við hvorugt. Sigmundur Davíð sagði að þeir þyrftu einfaldlega að mæta á fundi til að fá upplýsingar. Fulltrúarnir kannast Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson „Það ætti því að vera stutt í að ríkisstjórnin sýni á spilin. Búist er við að það gerist í lok mars eða byrjun apríl.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.