Kjarninn - 27.02.2014, Qupperneq 33

Kjarninn - 27.02.2014, Qupperneq 33
05/06 Efnahagsmál samið yrði um Icesave. Reimar hefur auk þess skrifað um að knýja eigi föllnu bankana í gjaldþrot og greiða út til kröfuhafa þeirra í íslenskum krónum. Jón Helgi situr í bankaráði Seðlabanka Íslands ásamt Ragnari Árnasyni. Samkvæmt svari forsætis- ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarn- ans um málið er hópurinn skipaður mönnum sem „taldir eru búa yfir sérfræðiþekkingu á sviði fjármála, gjaldeyrismála og gjaldþrotaréttar. Hlutverk þeirra er m.a. að vinna úr tölfræðilegum upplýsingum um stöðu þjóðarbúsins, leggja heildar- mat á stöðuna og koma með tillögur til ráðherranefndarinnar“. talin stýra vinnunni Þessi hópur er talinn stýra vinnunni um afnám hafta. Aðalatriði þeirrar vinnu er hvernig þrotabú föllnu bankanna verði gerð upp. Þar eru tveir skólar í gangi: annars vegar að heimila kröfuhöfum að greiða sér út erlendar eignir sínar gegn því að þeir samþykki lausn á því hvað verði um krónueign þeirra sem sé þess eðlis að hún valdi engum gjaldeyrisójöfnuði hérlendis. Hins vegar er sú leið sem ýmsir innan ráðgjafahópsins hafa talað sterkt fyrir og í felst að setja gömlu bankanna í gjaldþrot, gera all- ar erlendu eignir þeirra skilaskyldar og borga kröfuhöfum út í íslenskum krónum. Þarna er um mikla hagsmuni að ræða. Þrotabú föllnu bankanna eru risavaxin. Eignarsafn Glitnis er til að mynda nauðasamningsleiðin Q Þrotabú bankanna sækja um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að geta klárað nauðasamninga. Til að þær undanþágur verði samþykktar þurfa tillögurnar að uppfylla skilyrði laga um stöðugleika í gengis- og peningamálum. Q Takist það verða erlendar eignir þrotabúanna, sem hlaupa á þúsundum milljarða króna, greiddar út til þeirra. Q Til að stöðugleikinn í gengis- og peningamálum ná- ist þurfa kröfuhafarnir að gefa eftir þorra íslenskra eigna sinna eða binda þær til mjög langs tíma. Tillögur þeirra hafa miðað við að reyna að selja að minnsta kosti einn nýju bankanna, Íslandsbanka, til erlendra aðila. Afgangur eigna þeirra innan hafta yrði „seldur“ fyrir litla upphæð til opinbers aðila, líklega dótturfélags Seðlabanka Íslands, eða bundinn í langtímaendurfjármögnun á t.d. íslenska fjármálakerfinu á kjörum sem eru mun hagstæðari en því bjóðast á alþjóðamörkuðum í dag. gjaldþrotaleiðin Q Gömlu bankarnir verða settir í gjaldþrot samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Q Erlendar eignir þeirra verða skilaskyldar til Seðla- banka Íslands, sem mun með því eignast mikinn gjaldeyri. Sá gjaldeyrir yrði væntanlega vistaður inni í dótturfélagi Seðlabanka Íslands. Q Allir kröfuhafar fá í kjölfarið greitt í íslenskum krón- um og slíkum mun þar af leiðandi fjölga gríðarlega. Q Seðlabanki Íslands, eða dótturfélag hans, hefði umsjón með því að koma þeim eignum sem hann myndi leysa til sín í verð. Á meðal þeirra yrðu tveir viðskiptabankar: Arion banki og Íslandsbanki. Q Vonir standa til þess að kröfuhafarnir myndu þá vilja losna við þessar krónueignir með gríðarlega miklum afslætti. Íslenskir aðilar myndu þá verða tilbúnir að kaupa þær af þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.