Kjarninn - 27.02.2014, Page 37

Kjarninn - 27.02.2014, Page 37
02/05 Viðskipti H agamelur ehf., félag í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar, Hallbjörns Karlssonar og Sigur- björns Þorkelssonar, seldi á mánudag 6,6 prósenta hlut í smásölurisanum Högum. Með sölunni innleystu þeir um 2,3 milljarða króna hreinan hagnað á fjárfestingu sinni í félaginu, en tæp þrjú ár eru síðan þeir lögðu út í hana. Hagamelur á enn tæplega 1,6 prósenta hlut. Sá hlutur er metinn á tæplega 800 milljónir króna, sem er svipuð upphæð og þeir fjárfestu upprunalega í Högum. Um er að ræða mesta hagnað sem einkafjárfestir hefur innleyst frá hruni vegna hlutabréfaviðskipta. Fyrri stórar hagnaðarsölur, til dæmis með bréf í Icelandair, hafa flestar verið þannig að Framtakssjóður Ís- lands, að mestu í eigu lífeyrissjóða, hefur verið að selja lífeyrissjóðunum sem eiga sjóðinn. Þannig hafa peningar verið færðir úr einum vasa í annan. Það kemur væntanlega engum á óvart að það voru að mestu lífeyrissjóðir sem keyptu hlut Hagamels í Högum. Mest keypti Lífeyris- sjóður verslunarmanna, en hann borgaði um 1,7 milljarða króna fyrir um 3,4 prósenta hlut. Voru valdir til að kaupa Hagar voru fyrsta félagið sem skráð var á markað eftir hrunið. Arion banka hafði þá tekist að losa um eignarhald Baugsfjölskyldunnar á félaginu sem hún hafði stofnað og rekið í hartnær tvo áratugi. Bankinn hóf í kjölfarið leit að einhverjum til að taka kjölfestuhlut í Högum áður en félagið yrði skráð á markað. Vorið 2010 hafði starfsmaður Arion banka samband við Árna og Hallbjörn til að kanna áhuga þeirra á að fylla þetta hlutverk. Þeir höfðu ekki áhuga þá, enda stóð til fá þá til að kaupa 30 prósenta hlut. Það fannst þeim of mikið. Í nóvember sama ár rann síðan út óskuldbindandi frestur til að skila inn tilboðum í kjölfestuhlut í Haga. Tíu aðilar, Viðskipti Þórður Snær Júlíusson „Það þýðir að Hagamelur innleysti um 2,2 milljarða króna hagnað og heldur samt sem áður eftir 1,53 prósenta hlut í Högum og er enn langstærsti einka fjárfestirinn í smásölurisanum.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.