Kjarninn - 27.02.2014, Síða 42

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 42
01/01 sjö spurningar Hvað á að gera um helgina? Látum okkur nú sjá. Ég ætla alla- vega að byrja á því að fá mér gott að borða á Höfninni á föstudags- kvöld og upplifa Food & Fun í fyrsta sinn. Laugardeginum verður varið með lífsglöðum frænkum og kvöldið verður mjög menningar- legt – Óperan Ragnheiður í Hörpu. Sunnudagur er alveg óráðinn, sem er ansi gott því ég get gert það sem ég elska: að hangsa. Hvaða plata kemur þér í stuð (og af hverju)? Sama hvað ég leita í hausnum þá finn ég ekki svarið, kannski þar sem maður er eiginlega alveg hættur að hlusta á plötur í heild sinni og gerir eigin lagalista. Ég er með skotheldan hlaupalista sem kemur mér í gírinn en hann er stút- fullur af spænskum lögum. Hvaða sjónvarpsþættir eru í uppáhaldi þessa dagana? Var að byrja á True Detective og það lofar góðu. Matthew McConaughey, sem hefur hingað til alltaf leikið sæta gaurinn og ekki verið að vinna leiksigra, er ótrúlegur. Annars hef ég líka verið að horfa á Seinfeld en þættirnir fóru framhjá mér á sínum tíma, sem þýðir að ég fór á mis við lífið! Þeir eru bestir! Hvaða samstarfsfélagi á 365 er fyndnastur (og af hverju)? Þessi er erfið, þ.e.a.s. að velja bara einn, og ég hef þess vegna ákveðið að svindla. Hödd Vilhjálms dóttir er ALLTAF í góðu skapi, Sindri Sindra- son er eins hnyttinn og þeir gerast, Gissur Sigurðsson fær mann til að hlæja og vilja faðmlag og svo er það Egill Aðalsteinsson, sem hefur lengt líf mitt um tíu ár. Ef ég geri grínmynd verður hann fyrirmynd aðalpersónunnar. Hvaða land er í sérstöku uppá- haldi hjá þér (og af hverju)? Spánn, Spánn og aftur Spánn. Ég hef tvisvar farið þangað til að læra tungumálið og svo í fjöldamörg skipti í frí. Finnst alltaf eins og ég sé komin heim enda á því að hafa verið Spanjóli í fyrra lífi. Hvað finnst þér um ákvörðun stjórnarflokkanna að draga aðildarumsóknina að ESB til baka? No comment. Af hverju hefur þú mestar áhyggur í íslensku samfélagi í dag? Þegar stórt er spurt. Ég hef í mörg ár haft áhyggjur af stöðu eldri borgara og ekkert bendir til þess að áhersla stjórnvalda breytist í þeim efnum. Ég verð að segja að ég hræðist örlítið að eldast. sjö spurningar hugrún halldórsdóttir Sjónvarpskona 01/01 sjö spurningar kjarninn 27. febrúar 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.